Reykurinn teygir sig yfir á austurströndina

Loftgæðin á vesturströndinni eru með þeim verstu í heiminum.
Loftgæðin á vesturströndinni eru með þeim verstu í heiminum. AFP

Reykur vegna gróðureldanna á vesturströnd Bandaríkjanna hefur legið yfir stórum hluta landsins og varpar nú skugga á borgir á austurströnd landsins á borð við New York og Washington DC.

Eldarnir hafa gjöreyðilagt víðfeðmt landsvæði og 36 manns hafa látist vegna þeirra síðan í byrjun ágúst.

Það að auki hafa eldarnir valdið því að loftmengun í vesturhluta landsins, til dæmis í ríkjunum Oregon, Washington og Kaliforníu, er á meðal þess sem verst gerist í heimnum þessa dagana.

BBC greinir frá.

36 hafa látist af völdum eldanna síðan í byrjun ágúst.
36 hafa látist af völdum eldanna síðan í byrjun ágúst. AFP

Fyrirtæki hafa þurft að loka og stjórnvöld hafa þurft að loka fyrir grunnþjónustu eins og ruslasöfnun vegna mengunar.

Í sumum hlutum Oregonríkis eru loftgæði svo lítil að ekki er hægt að mæla þau á hinum hefðbundna loftgæðamælikvarða, sem nefnist Air Quality Index.

Reykurinn hefur þó ekki áhrif á loftgæði á austurströndinni.

Í borgunum New York og Washington DC hefur dregið fyrir sólu þar sem reykur frá eldunum liggur yfir borgunum í tæplega átta þúsund metra hæð.

Gervihnattagögn sýna að reykurinn berst nú með þotustraumum austur út á Atlantshaf. Þar af leiðandi var hitastig á austurströndinni lægra en reiknað var með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert