„Líður eins og ég sé að kafna“

Loftgæðin eru nú ein þau verstu í heiminum.
Loftgæðin eru nú ein þau verstu í heiminum. AFP

Reykur vegna gróðureldanna í Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum hefur náð alla leið til nágrannans í norðri og liggur nú þungt yfir hluta Kanada, þar á meðal Vancouver. Borgin er þekkt fyrir fallegt útsýni til fjalla og sjávar en það hefur farið lítið fyrir því síðustu daga vegna reykjarkófsins sem liggur yfir borginni.

Loftgæðin í borginni eru svo slæm að margir hafa kvartað sáran undan kláða í augum og hálsi og hefur það komið niður á skimun fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt World Air Quality-vísitölunni hafa loftgæðin tvisvar í vikunni toppað listann yfir verst loftgæði í heiminum.

Eins og að reykja átta sígarettur á dag

„Ég er alltaf súrefnislaus, lungun í mér eru að bresta og mér líður eins og ég sé að kafna. Ég ég hrædd um áhrif reyksins á lungun í mér til lengri tíma,“ sagði Fatima Jaffer, læknanemi í Háskólanum í bresku Kólumbíu, í samtali við AFP.

Borgaryfirvöld hafa opnað fimm „loftgæðisskýli“ þar sem astmasjúklingar og aðrir veikir fyrir geta flúið mengunina. Vísindamenn hafa sagt að það að mengunin sé svo slæm að hún jafngildi því að reykja átta sígarettur á dag.

Útsýnið sem allajafna er fallegt er af mjög skornum skammti.
Útsýnið sem allajafna er fallegt er af mjög skornum skammti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert