Ráðleggja fólki að fara í skimun

Margir nota grímur, sem eru sagðar ein besta vörnin gegn …
Margir nota grímur, sem eru sagðar ein besta vörnin gegn smiti. AFP

Sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna (CDC) ráðlegg­ur nú öll­um sem hafa verið í ná­vígi við ein­stak­linga sem vitað er að hafi greinst með kór­ónu­veiruna að fara í skimun. Þetta eru um­skipti frá ráðlegg­ing­um banda­rískra heil­brigðis­yf­ir­valda frá í ág­úst, en þá voru skila­boðin þau að ef fólk fyndi ekki fyr­ir ein­kenn­um væri skimun óþarfi.

Stofn­un­in ít­rek­ar því fyrri leiðbein­ing­ar sín­ar varðandi skiman­ir sem voru í gildi áður en of­an­greind breyt­ing var kynnt í ág­úst, sem naut ekki stuðnings vís­inda­manna. 

Fram kem­ur í New York Times að breytt ráðlegg­ing hafi verið birt á vef stofn­un­ar­inn­ar í ág­úst þrátt fyr­ir að sér­fræðing­ar væru á öðru máli. 

Flest banda­rísk ríki höfðu þá þegar hafnað þeirri leiðbein­ingu, að því er Reu­ters grein­ir frá. 

Trump Bandaríkjaforseti sagði í júní að hann hefði hvatt embættismenn …
Trump Banda­ríkja­for­seti sagði í júní að hann hefði hvatt emb­ætt­is­menn til að draga úr skimun­um. Talsmaður for­set­ans sagði að um­mæl­in hefðu verið spaug. AFP

Frétta­skýrend­ur hafa haldið því fram að rekja mætti breytta ráðlegg­ingu í ág­úst til Trumps Banda­ríkja­for­seta, sem vildi sýna fram á að Covid-19-til­fell­um færi fækk­andi í land­inu. For­set­inn sagði m.a. við stuðnings­menn sína á fundi í júní, að hann hefði hvatt emb­ætt­is­menn til að draga úr skimun­um. Talsmaður Hvíta húss­ins sagði aft­ur á móti að þetta hefði verið spaug hjá for­set­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert