Tilnefnir líklega konu í stað Ginsburg

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefnir að öllum líkindum eftirmann Ruth Ginsburg.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefnir að öllum líkindum eftirmann Ruth Ginsburg. AFP

„Við mun­um hafa kandí­dat mjög fljót­lega. Það verður lík­leg­ast kona,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti við fjöl­miðlamenn spurður um hvern hann ætlaði að til­nefna í embætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara í stað Ruth Bader Gins­burg, sem lést í gær.

And­lát Gins­burg fel­ur í sér tæki­færi fyr­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til að bæta enn í íhaldsöfl­in og til­nefna íhalds­sam­an hæsta­rétt­ar­dóm­ara í henn­ar stað, að sögn Ei­ríks Berg­manns stjórn­mála­fræðings.

„Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna er með mjög póli­tískt hlut­verk sem er nátt­úr­lega gjör­ólíkt ís­lensku rétt­ar­kerfi. Í rétt­in­um skipt­ast dóm­ar­ar eft­ir póli­tísk­um lín­um og Gins­burg hef­ur verið full­trúi frjáls­lynd­ustu afla í dóm­in­um,“ seg­ir Ei­rík­ur í sam­tali við mbl.

And­stæðing­ar gætu beitt málþófi

Íhalds­menn hafa naum­an meiri­hluta í hæsta­rétti en öld­unga­deild þings­ins verður að samþykkja til­nefn­ingu Don­alds Trumps og er lík­legt að það verði raun­in, þar sem re­públi­kan­ar hafa meiri­hluta á þingi.

Dr. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.
Dr. Ei­rík­ur Berg­mann pró­fess­or í stjórn­mála­fræði. mbl.is/​Hari

„Það er spurn­ing hvort and­stæðingn­um tekst að beita málþófi en þó er það aðeins flókn­ara. Þá fer þetta aðallega eft­ir því hvort ein­hverj­ir þing­menn re­públi­kana hlaup­ist und­an merkj­um og taki þátt í að tefja málið. Það er spurn­ing­in sem út af stend­ur,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Allt stefn­ir í að Trump til­nefni íhalds­sam­an dóm­ara og hafa ýmis nöfn verið á lofti en eng­inn hef­ur sér­stak­lega verið orðaður við embættið enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert