Krám, börum og veitingahúsum í Bretlandi verður lokað klukkan tíu á kvöldin frá og með fimmtudeginum.
Þá verður þessum þjónustuaðilum aðeins heimilað að þjóna til borðs. Reglunum er ætlað að stemma stigu við uppgang kórónuveirufaraldursins í Bretlandi. Reglurnar verða kynntar á blaðamannafundi Boris Johnson forsætisráðherra í kvöld.
Samkvæmt BBC er líklegt að Johnson muni einnig hvetja Breta til að sinna vinnu sinni heiman frá sér og gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum.
Í gær greindust 4.368 smit kórónuveirunnar í Bretlandi og 11 létust af völdum veirunnar.