Beðið eftir niðurstöðu í máli Breonnu Taylor

Hópur mótmælenda í borginni Louisville sem krefst réttlætis vegna dauða …
Hópur mótmælenda í borginni Louisville sem krefst réttlætis vegna dauða Breonnu Taylor. AFP

Neyðarástand ríkir í borginni Louisville í Kentucky vegna þess að beðið er eftir því að saksóknarar tilkynni um hvort lögreglumenn sem skutu svarta konu til bana á heimili hennar verði ákærðir.

Borgarstjórinn Greg Fischer sagðist hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við mikil mótmæli í borginni, að sögn BBC

Breonna Tayolor, 26 ára sem starfaði á sjúkrahúsi, var skotin margoft hinn 13. mars. Lög­reglu­menn sem fóru inn á heim­ili hennar héldu fyr­ir mis­tök að fíkni­efni væru á heim­il­inu. Eng­in fíkni­efni fund­ust hins veg­ar á vett­vangi.

Nafn hennar hefur ítrekað verið hrópað á mótmælum gegn rasima og ofbeldi lögreglumanna.

Búist er við því að Daniel Cameron, ríkissaksóknari Kentucky, tilkynni í dag hvort lögreglumennirnir verði ákærðir.

==
== AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert