Metropolitan-óperan aflýsir starfsárinu

Frá Metropolitan-óperunni í New York.
Frá Metropolitan-óperunni í New York. AFP

Stjórnendur Metropolitan-óperunnar í New York tilkynntu í dag að starfsárinu 2020-2021 hefði verið aflýst sökum faraldurs kórónuveirunnar.

Ákvörðunin felur í sér mikið högg fyrir menningarlíf borgarinnar, sem þegar hefur mátt þola þó nokkur, og þykir gefa tóninn fyrir það sem koma skal á þeim vetri sem nú nálgast.

Næsta sýning óperunnar verður því ekki fyrr en í september á næsta ári, í fyrsta lagi.

Stjórnendur hennar segja ákvörðunina reista á ráðgjöf heilbrigðisyfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert