Evrópusambandið neitar að viðurkenna Alexander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, segir að lýðræðið hafi verið virt að vettugi bæði hvað varðar niðurstöðu forsetakosninganna í ágúst og athöfnina í gær þegar Lúkasjenkó sór embættiseið fyrir luktum dyrum.
„Evrópusambandið viðurkennir ekki falsaðar niðurstöður þeirra. Á þessum grundvelli þá var lýðræðið virt að vettugi bæði á hinni svokölluðu innsetningarathöfn 23. september 2020 og þegar Alexander Lúkasjenkó fékk áframhaldandi umboð,“ sagði Borrell.
Þjóðverjar, sem eru hluti af Evrópusambandinu, tóku sömu afstöðu í gær vegna málins.