Kínversk stjórnvöld greindu nýverið frá því að bóluefni við kórónuveirunni sem þróað var þar í landi geti verið fáanlegt fyrir kínverskan almenning strax í nóvember. Þetta sagði Wu Guizhen, fulltrúi stjórnvalda, í viðtali við kínverska ríkisútvarpið.
Nokkrir kínverskir framleiðendur hafa verið óhræddir við að kynna niðurstöður bólefnaprófana sinna undanfarið og voru bólefni fyrirtækjanna Sinovac Biotech og Sinopharm meira að segja til sýnis á viðskiptahátíð sem haldin var í Peking á dögunum.
Guizhen sagði við fjölmiðla að lokastig prófana á kínversku bóluefni gengi vel og væru útlit fyrir að það yrði fáanlegt í nóvember eða desember. Ekki kom þó fram í máli hennar við hvaða bóluefni hún átti.
Hún greindi einnig frá því að hún hafi fengið bólusetningu við kórónuveirunni í apríl á þessu ári og sagðist henni hafa liðið vel síðan. Ekki kom heldur fram þá við hvaða bóluefni hún átti.