Minnst 22 látnir í flugslysi í Úkraínu

Slökkviliðsmenn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn á vettvangi. AFP

Úkraínsk herflugvél hrapaði til jarðar við herstöð í austurhluta landsins á sjötta tímanum í kvöld og er talið að minnst 22 hafi farist. Af þeim 27 sem voru um borð eru flestir nemar við flugherskólann í Kharkiv-borg í Úkraínu. Þá er talið að minnst tveir hinna látnu hafi verið hermenn úkraínska hersins. Tveir eru slasaðir og þá er þriggja enn leitað.

Ekki er enn vitað hvað olli slysinu en yfirvöld í Úrkaínu segja það þegar til rannsóknar, en talið er að um þjálfunarflug hafi verið að ræða. Forseti Úkraínu, Vlodomír Selenskí, segist ætla að fara til Kharkiv-borgar á morgun.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert