Úkraínsk herflugvél hrapaði til jarðar við herstöð í austurhluta landsins á sjötta tímanum í kvöld og er talið að minnst 22 hafi farist. Af þeim 27 sem voru um borð eru flestir nemar við flugherskólann í Kharkiv-borg í Úkraínu. Þá er talið að minnst tveir hinna látnu hafi verið hermenn úkraínska hersins. Tveir eru slasaðir og þá er þriggja enn leitað.
Ekki er enn vitað hvað olli slysinu en yfirvöld í Úrkaínu segja það þegar til rannsóknar, en talið er að um þjálfunarflug hafi verið að ræða. Forseti Úkraínu, Vlodomír Selenskí, segist ætla að fara til Kharkiv-borgar á morgun.
#UPDATE At least 22 people including military cadets were killed and two others were seriously injured when a Ukrainian air force plane crashed near Kharkiv in the east of the country, the interior ministry said https://t.co/rNWMJmsXTZ
— AFP news agency (@AFP) September 25, 2020
A Ukrainian military plane carrying aviation school students crashed and burst into flames while landing, killing 22 people. The cause of the crash was under investigation. https://t.co/ZcqNQ705ph
— AP Europe (@AP_Europe) September 25, 2020