Trump tilnefni Barrett í sæti Ginsburg

Amy Coney Barrett og Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Amy Coney Barrett og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett mynd/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur valið Amy Coney Barrett dómara til að fylla í skarð Ruth Ginsburg hæstaréttardómara sem féll frá fyrir viku síðan. Þetta fullyrðir New York Times en í frétt blaðsins er sömuleiðis sagt að Trump muni reyna að fá þingið til að staðfesta tilnefninguna fyrir kjördag í forsetakosningunum þar vestra í nóvember. 

Trump mun, samkvæmt New York Times, tilnefna Barrett á morgun, og hefur NYT þetta eftir heimildarmönnum sem starfa við tilnefningarferlið. 

Forsetinn fundaði með Barrett í vikunni og er sagður hafa verið ánægður með Barrett. 

Hún er 48 ára, kaþólsk og er lík­legt að til­nefn­ing henn­ar verði um­deild þar sem hún þykir íhalds­söm. Var hún kjör­in naum­lega með 55 at­kvæðum gegn 43, í um­dæm­is­dóm­stól Banda­ríkj­anna í Chicago árið 2017 eft­ir til­nefn­ingu Trumps.

Segja stuðnings­hóp­ar þung­un­ar­rofs þar vestra að kjör henn­ar gæti orðið til þess að dóm­ur­inn líti fram­hjá dóma­for­dæm­inu Roe gegn Wade, frá 1973, sem hef­ur gefið helsta for­dæmið fyr­ir lög­mæti þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­un­um.

Að sögn heimildarmanna New York Times þá gæti forsetinn enn skipt um skoðun.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert