Sjö í haldi lögreglu vegna árásarinnar

Lögreglumenn að störfum í janúar í fyrra skammt frá málverki …
Lögreglumenn að störfum í janúar í fyrra skammt frá málverki eftir Christian Guemy til heiðurs þeim sem voru drepnir í húsnæði Charlie Hebdo árið 2015. AFP

Franska lögreglan hefur í haldi fyrrverandi meðleigjanda manns sem var handtekinn vegna árásar með kjötexi í París í gær þar sem tveir særðust alvarlega. 

Öðrum manni sem var staddur nálægt staðnum þar sem árásin var gerð hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar. Hann varð vitni að árásinni og elti árásarmanninn, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.

Alls eru sjö í haldi lögreglunnar vegna árásarinnar, sem var gerð þremur vikum eftir að réttarhöld hófust yfir þeim sem stóðu á bak við árásina sem var gerð á ritstjórn tímaritsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum síðan.

Á meðal þeirra er „höfuðpaurinn“ sem var handtekinn skammt frá staðnum, að sögn saksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert