Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Amy Coney Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna, að því er BBC greinir frá. Helstu spár hafa bent til þess að Barrett yrði fyrir valinu en Donald Trump tók af allan efa í þeim efnum þegar hann tilkynnti tilnefninguna við formlega athöfn í Hvíta húsinu í kvöld.
Í ávarpi sínu lýsti Trump Barrett sem mikilli afrekakonu, fræðimanni og dómara sem dæmdi óhikað eftir ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar.
Hin 48 ára Amy Coney Barrett tekur við dómarastöðu Ruth Ginsburg, sem féll frá í síðustu viku, samþykki öldungaráð Bandaríkjanna tilnefningu hennar. Þykir Barrett íhaldssöm og er líklegt að tilnefningin verði umdeild, auk þess sem hún hlaut nauman minnihluta hjá öldungadeild Bandaríkjanna þegar hún var kjörin í umdæmisdómstól í Chicago, með 55 atkvæðum gegn 43.
Taki Barrett sæti við dómstólinn áður en forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum verða Repúblikanar með meirihluta hæstaréttardómara, sex talsins gegn þremur. Til þess þarf þó öldungadeild þingsins, að samþykkja tilnefninguna eins líkt og fram hefur komið en Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur hefur velt því upp að demókratar gætu beitt málþófi til þess að koma í veg fyrir kjör hennar. Eins nefndi hann að þingmenn repúblikana gætu hlaupist undan merkjum og tekið þátt í að tefja málið.