Trump búinn að tilnefna Barrett

Amy Coney Barrett tekur sæti við dómstólinn.
Amy Coney Barrett tekur sæti við dómstólinn. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur til­nefnt dóm­ar­ann Amy Co­ney Bar­rett í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, að því er BBC grein­ir frá. Helstu spár hafa bent til þess að Bar­rett yrði fyr­ir val­inu en Don­ald Trump tók af all­an efa í þeim efn­um þegar hann til­kynnti til­nefn­ing­una við form­lega at­höfn í Hvíta hús­inu í kvöld. 

Í ávarpi sínu lýsti Trump Bar­rett sem mik­illi af­reka­konu, fræðimanni og dóm­ara sem dæmdi óhikað eft­ir ákvæðum banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Trump treystir Barrett í embætti hæstaréttardómara.
Trump treyst­ir Bar­rett í embætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. AFP

Hin 48 ára Amy Co­ney Bar­rett tek­ur við dóm­ara­stöðu Ruth Gins­burg, sem féll frá í síðustu viku, samþykki öld­ungaráð Banda­ríkj­anna til­nefn­ingu henn­ar. Þykir Bar­rett íhalds­söm og er lík­legt að til­nefn­ing­in verði um­deild, auk þess sem hún hlaut naum­an minni­hluta hjá öld­unga­deild Banda­ríkj­anna þegar hún var kjör­in í um­dæm­is­dóm­stól í Chicago, með 55 at­kvæðum gegn 43.

Tilnefningin fór fram við hátíðlega athöfn í rósagarði Hvíta hússins.
Til­nefn­ing­in fór fram við hátíðlega at­höfn í rósag­arði Hvíta húss­ins. AFP

Taki Bar­rett sæti við dóm­stól­inn áður en for­seta­kosn­ing­ar fara fram í Banda­ríkj­un­um verða Re­públi­kan­ar með meiri­hluta hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sex tals­ins gegn þrem­ur. Til þess þarf þó öld­unga­deild þings­ins, að samþykkja til­nefn­ing­una eins líkt og fram hef­ur komið en Ei­rík­ur Berg­mann, stjórn­mála­fræðing­ur hef­ur velt því upp að demó­krat­ar gætu beitt málþófi til þess að koma í veg fyr­ir kjör henn­ar. Eins nefndi hann að þing­menn re­públi­kana gætu hlaup­ist und­an merkj­um og tekið þátt í að tefja málið.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert