Banvæn örvera fannst í vatninu

Íbúar borgarinnar eru varaðir við því að drekka kranavatn.
Íbúar borgarinnar eru varaðir við því að drekka kranavatn. AFP

Íbúar í Lake Jackson í Texas hafa verið varaðir við því að drekka kranavatn eftir að lífshættuleg örvera sem veldur sýkingu í heila fannst í vatnsforða borgarinnar.

Sýni staðfestu að örveran Naegleria forwleri hefði fundist í vatninu. Hún getur valdið banvænni sýkingu í heilanum, að því er BBC greindi frá.

Sýkingar sem þessar eru sjaldgæfar í Bandaríkjunum og greindust 34 tilfelli á árunum 2009 til 2018. 

Yfirvöld í Lake Jackson segjast vera að hreinsa vatnsforðann en vita ekki hversu langan tíma það tekur. Rannsókn á vatninu hófst eftir að sex ára drengur fékk sýkingu í heila og lést fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert