Armensk orrustuþota skotin niður

Mikil átök standa nú yfir í Nagorno Karabakh héraði en …
Mikil átök standa nú yfir í Nagorno Karabakh héraði en vélin var skotin niður í armenskri lofthelgi af tyrkneskum yfirvöldum. AFP

Armensk yfirvöld greina frá því að orrustuþota úr þeirra röðum hafi verið skotin niður af tyrkneskum yfirvöldum í átökum yfir Nagorno Karebakh-héraði en árásin varð í armenskri lofthelgi. Tyrkir neita aðild að árásinni.

Vélin var af gerðinni SU-25 og lét flugmaður hennar lífið, eftir að tyrknesk þota af gerðinni F-16 skaut vélina niður, að því er BBC greinir frá. Tyrknesk yfirvöld hafa lýst yfir stuðningi við Asera í deilu ríkjanna, sem staðið hefur yfir síðan 1994 en átök á svæðinu hófust að nýju á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert