Kosningamartröð samfélagsmiðlanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti og mótframbjóðandi hans Joe Biden.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og mótframbjóðandi hans Joe Biden. AFP

Hugs­an­leg at­b­urðarás í kjöl­far for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um veld­ur yf­ir­mönn­um sam­fé­lags­miðla mar­tröðum.

Venju­lega líða aðeins nokkr­ar klukku­stund­ir frá því að kosn­ing­um lýk­ur og þar til niður­stöður liggja fyr­ir, en í þetta sinn munu lík­lega líða dag­ar og jafn­vel vik­ur þar til sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna verður til­kynnt­ur vegna mik­ils fjölda póst­atkvæða.

Þetta tíma­bil, það er frá því að kjörstaðir loka og þar til staðfest­ar niður­stöður liggja fyr­ir, telja yf­ir­menn sam­fé­lags­miðla að geti ýtt Banda­ríkj­un­um fram af brún­inni, með full­yrðing­um um sig­ur­veg­ara á báða bóga.

Fari svo að bæði Don­ald Trump og Joe Biden lýsi sig sig­ur­veg­ara gæti farið svo að of­beldi geti brot­ist út í sam­fé­lag­inu, sem er gjör­sam­lega klofið.

Fari svo að bæði Donald Trump og Joe Biden lýsi …
Fari svo að bæði Don­ald Trump og Joe Biden lýsi sig sig­ur­veg­ara gæti farið svo að of­beldi geti brot­ist út í sam­fé­lag­inu, sem er gjör­sam­lega klofið. AFP

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, til­kynnti fyr­ir þrem­ur vik­um að hann væri áhyggju­full­ur. Sam­fé­lagið væri svo klofið, og ef niður­stöður tækju daga og jafn­vel vik­ur að ber­ast myndi það auka veru­lega lík­urn­ar á uppþoti.

Sam­fé­lags­miðlaris­arn­ir hafa því tekið hönd­um sam­an í því sem virðist for­dæma­laus sam­vinna af þeirra hálfu til að sviðsetja mis­mun­andi niður­stöður kosn­ing­anna og hvernig best sé að bregðast við.

Ein sviðsetn­ing­anna veld­ur yf­ir­mönn­um sam­fé­lags­miðlanna hvað mest­um áhyggj­um. Póst­atkvæðin eru tal­in munu hall­ast að Biden, á meðan niður­stöður taln­inga at­kvæða frá kjör­stöðum eru tald­ar munu vera Trump í hag. Þetta er vegna þess að Trump hef­ur kvatt sína fylgj­end­ur til að kjósa í per­sónu þar sem hann seg­ir að póst­atkvæðagreiðslunni hafi verið eða muni verða hagrætt, þó eng­in gögn styðji full­yrðing­ar for­set­ans þess efn­is. Demó­krat­ar hafa á hinn bóg­inn hvatt sína stuðnings­menn til að greiða at­kvæði með pósti til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Af þess­um sök­um gætu niður­stöður af kjör­stöðum ann­ars veg­ar og úr póst­atkvæðagreiðslu orðið skakk­ar og í þess­ari sviðsmynd myndi Trump því lík­lega „sigra“ sam­kvæmt þeim at­kvæðum sem greint verður frá á kosn­ing­anótt, en á hann myndi fara að halla þegar niður­stöður úr póst­atkvæðagreiðslunni færu að birt­ast.

Hvað gæti gerst?

En hvað myndi Trump gera í þess­um aðstæðum? Næst­um allt sem hann hef­ur sagt og tíst hingað til bend­ir til þess að hann muni lýsa yfir sigri.

„Við verðum að fá að vita niður­stöðurn­ar á kosn­ing­anótt, ekki dög­um, mánuðum eða jafn­vel árum seinna,“ tísti hann í júlí. Þá hef­ur hann ít­rekað talað um kosn­inga­svik í tengsl­um við póst­atkvæðagreiðsluna og myndi hann því mjög lík­lega ve­fengja niður­stöðurn­ar, falli þær Biden í hag. Auk þess hef­ur hann full­yrt að niður­stöðurn­ar, falli þær á þann veg, muni enda fyr­ir hæsta­rétti.

Í sveit­ar­stjórn­ar- og þing­kosn­ing­un­um árið 2018 krafðist Trump þess jafn­framt að fram­bjóðend­ur Re­públi­kana­flokks­ins í Flórída til öld­unga­deild­arþings­ins yrðu lýst­ir sig­ur­veg­ar­ar á kosn­ing­anótt, þrátt fyr­ir að fjöldi at­kvæða hefði borist síðar og verið ótal­inn.

Það bend­ir því flest til þess að Trump muni ekki bíða eft­ir taln­ingu at­kvæðanna úr póst­atkvæðagreiðslunni. Það er hérna sem yf­ir­menn sam­fé­lags­miðlaris­anna ætla að stíga inn.

Lík­legt er að Trump muni lýsa yfir sigri á Twitter og á Face­book. Sam­fé­lags­miðlarn­ir hafa hins veg­ar sagt að það muni þeir ekki leyfa. Twitter kveðst ætla að merkja eða fjar­lægja mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar sem ætlað er að grafa und­an trausti al­menn­ings á kosn­inga­kerf­inu, svo sem yf­ir­lýs­ing­um um sig­ur­veg­ara kosn­inga áður en end­an­leg­ar niður­stöður liggja fyr­ir og hafa verið staðfest­ar.

Þá ætl­ar Face­book að neita aug­lýs­ing­um frá kosn­inga­her­ferðum sem lýsa sigri of snemma, og fjar­lægja all­ar mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um kosn­ing­arn­ar, auk þess sem Google ætl­ar að stöðva kosn­inga­aug­lýs­ing­ar eft­ir kjör­dag.

Hættu­legt augna­blik í sögu sam­fé­lags­miðla

Mögu­leik­inn er þá að Trump lýsi yfir sigri en að hon­um sé meinað að láta orðið ber­ast fyr­ir til­stilli sam­fé­lags­miðla. Er þetta talið geta skapað eitt hættu­leg­asta augna­blik í sögu sam­fé­lags­miðla, sem munu þurfa að rit­skoða þúsund­ir póli­tískra færsla.

Þegar líður á er lík­legt að mik­ill hiti kom­ist í leik­inn og gætu báðir fram­bjóðend­ur hótað hefnd­um vegna ákv­arðana sam­fé­lags­miðla hvað skuli rit­skoðað og hvað fái á standa. 

Meðal þess sem Trump hef­ur áður hótað sam­fé­lags­miðlum er að fell­ar úr gildi lög sem vernda sam­fé­lags­miðlana gegn því að þurfa að axla ábyrgð á því efni sem not­end­ur þeirra birta. Þá hafa demó­krat­ar löng­um haft áhyggj­ur af mikl­um völd­um sam­fé­lags­miðla og hvernig þeir geta skapað auk­inn klofn­ing inn­an sam­fé­lags­ins.

Auðvitað er mögu­legt að ekk­ert af þessu ger­ist. Trump gæti unnið ör­ugg­an sig­ur og Biden játað sig sigraðan þegar í stað. Eða sig­ur Bidens gæti legið fyr­ir strax á kosn­ing­anótt og Trump gæti sætt sig við ósig­ur­inn.

En flest bend­ir til þess að svo verði ekki, og það gæti þýtt al­var­leg vand­ræði, ekki bara fyr­ir Banda­rík­in held­ur fyr­ir framtíð sam­fé­lags­miðla.

Um­fjöll­un BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka