Jihadistar í átökunum í Nagorno Karabakh

Eyðileggingin vegna átakanna er nú þegar orðin mikil en þau …
Eyðileggingin vegna átakanna er nú þegar orðin mikil en þau hafa staðið yfir í nokkra daga. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í dag að hann væri viss um að sýrlenskir jihadistar væru nú í Nogorno Karabakh héraði og tækju þátt í átöknum sem þar standa á milli nágrannaþjóðanna Armeníu og Aserbaídsjan. 

„Í dag bárust okkur upplýsingar sem benda sterklega til þess að sýrlenskir bardagamenn úr sveitum jihadista hafa komist inn á átakasvæðið í gegnum Tyrkland. Þetta er mjög alvarlegt og breytir aðstæðunum,“ sagði Macron við blaðamenn þegar hann mætti á fund með leiðtogum innan Evrópusambandsins í Brussel.

Fleiri en 100 hafa fallið frá átök­un­um sem eru sögð þau hörðustu í mörg ár um Nagorno-Kara­bakh hérað. Það er op­in­ber­lega hluti Aser­baíd­sj­an en héraðinu er stjórnað af Armen­um. 

Lýðveld­in tvö háðu stríð um héraðið á ár­un­um 1988-1994. Óljóst er hvað olli átök­un­um, sem eru þau mestu síðan vopna­hléi var komið á árið 1994. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert