Rúmar 12.000 sýkingar

Slökkviliðsmenn leita sýna í skólastofu grunnskóla í Marseille í dag …
Slökkviliðsmenn leita sýna í skólastofu grunnskóla í Marseille í dag vegna uppsprettu sýkinga. AFP

Franska heil­brigðisráðuneytið skýrði frá því nú í kvöld, að 12.148 nýj­ar sýk­ing­ar hefðu fund­ist síðasta sól­ar­hring. Er það nokkru færra en í gær er nýsmit reynd­ust 13.970.

Í síðustu viku mæld­ust nýsmit mest 16.000 og frá því kór­ónu­veirukrepp­an hófst hafa 589.653 sýk­ing­ar greinst í Frakklandi.

Dauðsföll af völd­um veirunn­ar síðasta sól­ar­hring­inn voru 136 en þar með hef­ur  kór­ónu­veir­an dregið 32.155  Frakka til dauða. Af þess­um 136 dauðsföll­um áttu 88 sér stað á stofn­un­um fyr­ir aldraða.

Innagn­ir á sjúkra­hús vegna veirunni voru 106 síðasta sól­ar­hring­inn og dvelja nú 6.758 kór­ónu­veiru­sjúk­ling­ar á spít­öl­um lands­ins. Þar af liggja 1.276 á gjör­gæslu­deild en þeim fjölgaði um 11 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert