Franska heilbrigðisráðuneytið skýrði frá því nú í kvöld, að 12.148 nýjar sýkingar hefðu fundist síðasta sólarhring. Er það nokkru færra en í gær er nýsmit reyndust 13.970.
Í síðustu viku mældust nýsmit mest 16.000 og frá því kórónuveirukreppan hófst hafa 589.653 sýkingar greinst í Frakklandi.
Dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn voru 136 en þar með hefur kórónuveiran dregið 32.155 Frakka til dauða. Af þessum 136 dauðsföllum áttu 88 sér stað á stofnunum fyrir aldraða.
Innagnir á sjúkrahús vegna veirunni voru 106 síðasta sólarhringinn og dvelja nú 6.758 kórónuveirusjúklingar á spítölum landsins. Þar af liggja 1.276 á gjörgæsludeild en þeim fjölgaði um 11 í dag.