Grunaður um að hóta vitni

Rannsókn lögreglu við heimili Hagen-hjónanna í kjölfar hvarfs Anne-Elisabeth Hagen …
Rannsókn lögreglu við heimili Hagen-hjónanna í kjölfar hvarfs Anne-Elisabeth Hagen 31. október 2018. Ættingi Tom Hagen liggur nú undir grun um að hóta einu aðalvitna málsins með það fyrir augum að fá það til að breyta framburði sínum. AFP

Lög­regl­an í Lørenskog, skammt frá Ósló, hef­ur nú ætt­ingja norska auðmanns­ins og fjár­fest­is­ins Tom Hagen grunaðan um að reyna að hafa áhrif á framb­urð eins af aðal­vitn­um lög­regl­unn­ar í mál­inu sem snýst um hvarf Anne-Elisa­beth Hagen, eig­in­konu Tom Hagen, af heim­ili þeirra hjóna 31. októ­ber 2018.

Það er norska dag­blaðið VG sem grein­ir frá grun­semd­um lög­regl­unn­ar í dag, en ætt­ing­inn, sem þó er ekki eitt barna þeirra hjóna, er grunaður um brot gegn 157. grein norskra hegn­ing­ar­laga sem fjall­ar um þá hátt­semi að „beita hót­un­um eða öðrum ólög­mæt­um aðferðum gegn aðila í refsi­máli með það fyr­ir aug­um að fá hann til að fram­kvæma ell­egar láta ógert að fram­kvæma at­höfn sem teng­ist mál­inu“.

Trond Eirik Aansløkk­en hef­ur verið skipaður verj­andi grunaða og sagði hann VG í dag að skjól­stæðing­ur hans neitaði allri sök í mál­inu.

Deildi við Hagen

Vitnið sem um ræðir, og lög­regl­an vill meina að reynt hafi verið að hafa áhrif á, hef­ur í tvígang sætt yf­ir­heyrslu lög­reglu síðan Anne-Elisa­beth Hagen hvarf spor­laust í máli sem reynst hef­ur ein stærsta ráðgáta norskr­ar lög­reglu hin síðustu ár.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um VG hafa upp­lýs­ing­ar frá vitn­inu snú­ist um deilu sem reis milli þess og Hagen auk þess sem það mun hafa látið í té ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um sam­skipti Hagen-hjón­anna.

„Ég vil ekk­ert segja um þetta í bili,“ sagði Svein Hold­en, lögmaður Tom Hagen, þegar mbl.is náði tali af hon­um nú fyr­ir skömmu.

Rannsókn lögreglu á heimili hjónanna 28. apríl í vor eftir …
Rann­sókn lög­reglu á heim­ili hjón­anna 28. apríl í vor eft­ir að Tom Hagen var hand­tek­inn, grunaður um að hafa verið vald­ur að hvarfi eig­in­konu sinn­ar. Hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald en síðar sleppt í kjöl­far kæru sem gekk alla leið til Hæsta­rétt­ar Nor­egs. AFP

VG og fleiri norsk­ir fjöl­miðlar hafa greint frá því síðasta árið, að lög­regl­an telji ágrein­ings­efni milli Hagen-hjón­anna tengj­ast hvarfi Anne-Elisa­beth, en lög­regl­an hef­ur ekki farið ofan af því að Tom Hagen hafi verið vald­ur að hvarfi eig­in­konu sinn­ar. Hef­ur Hagen neitað þeim áburði staðfast­lega frá fyrstu byrj­un og hafnað öll­um kenn­ing­um um að hann hafi staðið á bak við hvarf eig­in­kon­unn­ar.

Hót­an­ir í sím­tali

Vitnið, sem um ræðir, lagði sjálft fram kæru í sum­ar, um að ætt­ing­inn hefði reynt að hafa áhrif á framb­urð þess í sím­tali þeirra á milli. Mat vitnið það svo, að sögn lög­reglu, að viðmæl­andi þess hefði bein­lín­is hótað því í sím­tal­inu og kraf­ist þess að það breytti fyrri framb­urði sín­um hjá lög­reglu.

Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust 31. október 2018 og hefur hvarf …
Anne-Elisa­beth Hagen hvarf spor­laust 31. októ­ber 2018 og hef­ur hvarf henn­ar orðið til­efni einn­ar um­fangs­mestu lög­reglu­rann­sókn­ar síðari tíma í Nor­egi. AFP

Aansløkk­en verj­andi sagði framb­urð ætt­ingj­ans upp­spuna þegar mbl.is náði tali af hon­um í dag. Vegna rann­sókn­ar­hags­muna kysi hann þó að tjá sig ekki frek­ar um málið að sinni.

VG

NRK

Dagsa­visen

ABC Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert