Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn af nánari samstarfsmönnum Trumps og ráðgjafi framboðs hans, hefur verið lagður inn á sjúkrahús eftir kórónuveirusmit. Kemur þetta í kjölfarið á innlögn Trumps á Walter-Reed hersjúkrahúsið í gær, en fjöldi náinna aðstoðarmanna Trumps hefur greinst með veiruna síðustu daga.
Christie, sem er 58 ára gamall, var meðal þeirra ráðgjafa sem kom að undirbúningi fyrir kappræður Trumps við Joe Biden, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum í næsta mánuði.
Í tísti sem Christie setti inn á Twitter segir hann að þetta sé aðeins gert í varúðarskyni og að honum líði vel og hafi aðeins væg einkenni sjúkdómsins. Hins vegar telji hann mikilvægt að gera allar varúðarráðstafanir vegna undirliggjandi astma sem hann er með.
In consultation with my doctors, I checked myself into Morristown Medical Center this afternoon. While I am feeling good and only have mild symptoms, due to my history of asthma we decided this is an important precautionary measure.
— Governor Christie (@GovChristie) October 3, 2020