Í dag klukkan 13:22 mældist skjálfti 5,3 að stærð á Austur-Grænlandi. Eru upptök hans talin hafa verið um 450 km norðvestur af Ísafirði og 300 km suðvestur af Scoresbysundi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.
Skjálftinn varð í óbyggðum, en nokkuð nálægt hæsta fjalli Grænlands, Gunnbjorns fjalli. Hann greindist vel á öllu mælineti Veðurstofunnar.
Í dag, 3. október kl. 13:22 varð jarðskjálfti M5,3 að stærð á Austur-Grænlandi. Skjálftinn átti sér líklega stað um 450...
Posted by Veðurstofa Íslands on Saturday, October 3, 2020