Stór skjálfti á Austur-Grænlandi

Skjálftinn varð skammt frá hæsta fjalli Grænlands og var 5,3 …
Skjálftinn varð skammt frá hæsta fjalli Grænlands og var 5,3 að stærð. kort/USGS.gov

Í dag klukkan 13:22 mældist skjálfti 5,3 að stærð á Austur-Grænlandi. Eru upptök hans talin hafa verið um 450 km norðvestur af Ísafirði og 300 km suðvestur af Scoresbysundi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.

Skjálftinn varð í óbyggðum, en nokkuð nálægt hæsta fjalli Grænlands, Gunnbjorns fjalli. Hann greindist vel á öllu mælineti Veðurstofunnar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert