Skipuleggjendur þjóðarmorðsins í Rúanda handteknir

Þessi teikning úr dómsal birtist þegar réttað var yfir öðrum …
Þessi teikning úr dómsal birtist þegar réttað var yfir öðrum meintum skipuleggjanda ódæðisverkanna í Rúanda, Felicien Kabuga, í maí á þessu ári. Var hann talinn hafa fjármagnað þjóðarmorðið. Þrír til viðbótar við hafa nú verið handteknir í Brussel. AFP

Þrír menn hafa verið handteknir í Brussel, höfuðborg Belgíu, grunaðir um aðild að þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994. Saksóknari í Brussel segir að mennirnir þrír séu allir ákærðir fyrir aðild sína að grófum mannréttindabrotum.

„Tveir voru handteknir hér í Brussel og einn til viðbótar á miðvikudag í Hainult-héraði,“ er haft eftir Eric van Duyse, talsmanni ríkissaksóknara í Belgíu.

Á bilinu 500 þúsund til ein milljón manna létust í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994. Þjóðarbrot Húta útrýmdu nær öllu þjóðarbroti Tútsa og er talið að margir af hæst settu embættismönnum í Rúanda þess tíma hafi skipulagt ódæðisverkin.

Annar meintur skipuleggjandi fyrir dómara í maí

Réttað var yfir Felicien Kabuga í maí á þessu ári en hann var talinn hafa fjármagnað þjóðarmorðið í Rúanda. Hans hafði verið leitað um árabil og hafði hann verið á flótta víða í Evrópu áður en hann fannst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert