Trump: „Mér líður mun betur núna“

Donald Trump flutti ávarpið frá forseta svítu Walter Reed hersjúkrahússins.
Donald Trump flutti ávarpið frá forseta svítu Walter Reed hersjúkrahússins. Skjáskot

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, sem greind­ist með kór­ónu­veiru­smit og var lagður inn á her­sjúkra­hús á föstu­dag­inn, sendi frá sér ávarp sem hann birti á Twitter í gær­kvöldi. Í mynd­band­inu, þar sem for­set­inn er jakkafa­ta­klædd­ur, þakk­ar hann starfs­fólki Walter Reed-sjúkra­húss­ins fyr­ir störf sín. Sagði Trump að sér hefði ekki liðið svo vel þegar hann kom á sjúkra­húsið en staðan væri önn­ur núna. „Mér líður mun bet­ur núna.“

Trump sagði að lík­lega myndi hann halda aft­ur í Hvíta húsið fljót­lega og halda kosn­inga­bar­áttu sinni áfram. Kór­ónu­veiru­smit eins og þetta væri nokkuð sem kæmi fyr­ir og hann hefði smit­ast eins og millj­ón­ir manna um all­an heim. „Ég er að berj­ast fyr­ir þau,“ sagði for­set­inn og bætti við: „Við mun­um sigr­ast á kór­ónu­veirunni, eða hvað sem þið viljið kalla hana.“

Fjöldi stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan sjúkrahúsið í gær.
Fjöldi stuðnings­manna Trumps safnaðist sam­an fyr­ir utan sjúkra­húsið í gær. AFP

Líkti hann þeim meðferðum sem nú væru í boði við krafta­verk frá guði, en Trump er nú á fimm daga lyfjakúr með remdesi­v­ir-lyf­inu, en það var fram­leitt gegn lifr­ar­bólgu C og hef­ur verið notað gegn ebólu. Hef­ur það einnig reynst vel gegn kór­ónu­veiru.

Að lok­um þakkaði Trump þjóðarleiðtog­um víða um heim og fólki, hvar í flokki sem það stæði, fyr­ir góð skila­boð síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert