Vilja vera franskir

Vonsviknir sjálfstæðissinnar veifa fána samtaka sinna, Kanak, er úrslitin í …
Vonsviknir sjálfstæðissinnar veifa fána samtaka sinna, Kanak, er úrslitin í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæðis Nýju-Kaledóníu lágu fyrir. AFP

Íbúar eyjunnar Nýju-Kaledóníu í Melanesíu í sunnanverðu Kyrrahafi  höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu í gær; kusu heldur að vera áfram Frakkar.

Sjálfstæði var hafnað með 53,26% atkvæða og þegar niðurstaðan lá fyrir kvaðst Emmanuel Macron forseti eyjaskeggjum þakklátur. „Þakklætistilfinningin ristir djúpt,“ sagði forsetinn.  

Hlutfall sambandssinna er aðeins minna en í fyrri atkvæðagreðslu um sambandið við Frakka. Sambandssinnar reyndust 56,7 þjóðarinnar þá.

Frakkar hafa farið með yfirráð í Nýju-Kaledónía frá 1853 eða í  hartnær 170 ár. Síðast var orðið við kröfum og atkvæði greidd um sjálfstæði fyrir tveimur árum. Í gær greiddu 46,74% með klofningi frá Frakklandi. Kjörsókn var 85,64% sem er 4,63 prósentustigum meira en síðast og er það sögð megin ástæðan fyrir lægri stuðningi við samband Frakka og Nýju-Kaledóníu nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert