Skólpmælingar sýna sjúkdómskúrfu

Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar, ekki Kúala Lúmpúr.
Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar, ekki Kúala Lúmpúr. AFP

Mælingar á skólpi í Stokkhólmi þykja gefa til kynna að kórónuveirufaraldurinn sé síður en svo í rénun þar í borg. Þvert á móti gefa niðurstöður vísindamanna til kynna að faraldurinn sé á uppleið í borginni. Rannsóknin þykir gefa mikilvæga innsýn í baráttunni við veiruna. 

Rannsóknir á skólpinu hafa verið framkvæmdar af vísindamönnum við KTH-tækniháskólann í Stokkhólmi frá því í apríl en niðurstöður hafa ekki birst fyrr en nú. Hvatann að því að rannsaka skólpið má rekja til þess að vísindamenn komust að því mæla mætti leifar af veirunni í skolpleiðslum borgarinnar. Magn hennar í skólpinu þykir gefa til kynna í hvaða átt sjúkdómskúrfan er að fara. 

Aukning tilfella ekki vegna fleiri skimana 

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð upp á síðkastið en í sumar. Var það mál sumra að ástæðuna væri að finna í því að mun fleiri eru skimaðir í landinu en áður. Þannig voru 36.500 skimaðir í maí en 129 þúsund manns skimaðir í september. Niðurstöður vísindamannanna benda hins vegar til þess að svo sé ekki. Skólpmælingarnar gefi til kynna að veiran sé í vexti í borginni.  

„Niðurstöður rannsóknarinnar sýna auðsjáanlega aukningu í fjölda tilfella af Covid 19 sem ekki er vegna þess fjölda skimana sem hafa verið framkvæmdar,“ segir Zeynep Ceecioglu Gurol, aðstoðarprófesstor við KTH-háskólann. 

Þykir rannsóknin mikilvægt innlegg og gefa stjórnvöldum tækifæri á því að sjá þróun faraldursins án þess að kosta eins miklu til í skimanir. Á föstudag höfðu ríflega 94 þúsund manns fengið veiruna í Svíþjóð og þar af hafa 5.895 látist vegna hennar. 

The Local segir frá 

Með mælingum á skolpvatni er hægt að áætla umfang Covid-19 …
Með mælingum á skolpvatni er hægt að áætla umfang Covid-19 í samfélaginu samkvæmt vísindamönnum við KTH. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert