Kayleigh McEnany, talsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Þrír dagar eru síðan Trump var lagður inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins sem veiran veldur.
„Eftir að hafa stöðugt mælst neikvæð á hverjum degi frá því á fimmtudag, þá greindist ég jákvæð fyrir kórónuveirusmiti á mánudagsmorgun,“ segir McEnany í yfirlýsingu. Bætir hún við að hún sé einkennalaus.
Segist hún vera á leið í einangrun í ljósi tíðindanna, og bendir á að engir blaðamenn, framleiðendur eða fulltrúar fjölmiðla hafi verið settir á lista yfir þá sem átt hafi í nánum samskiptum við hana.
Þó ávarpaði hún blaðamenn við Hvíta húsið í gær, án þess að hafa grímu fyrir vitum sér.
McEnany removed her mask as she approached journalists yesterday.
— Philip Rucker (@PhilipRucker) October 5, 2020
Today she tested positive for coronavirus. https://t.co/29KggZoCFa