16 ára forsætisráðherra

00:00
00:00

Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, leyfði hinni 16 ára Öövu Murto að taka við embætti sínu í dag um stund­ar­sak­ir.

Er þetta gert til kynn­ing­ar her­ferðinni „Gir­ls Takeo­ver“ sem berst gegn kynjam­is­rétti á heimsvísu með því að leyfa tán­ing­um að taka við valda­stöðum á ýms­um sviðum. 

„Það er ánægju­legt að fá að tala við ykk­ur hér í dag, þótt ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að standa hér; að her­ferðir eins og Gir­ls Takeo­ver væru orðnar óþarfar,“ sagði Aava í ræðu sinni í dag. „Hins veg­ar er sann­leik­ur­inn sá að við höf­um ekki af­rekað jafn­rétti kynj­anna enn.“

Aava Murto tók við embætti forsætisráðherra Finnlands í einn dag.
Aava Murto tók við embætti for­sæt­is­ráðherra Finn­lands í einn dag. AFP

Þótt Aava hafi ekki tekið við öll­um skyld­um for­sæt­is­ráðherra fundaði hún með ýms­um stjórn­mála­mönn­um í dag og lagði á þeim fund­um sér­staka áherslu á kven­rétt­inda­fræðslu.

Sanna Mar­in varð sjálf yngsti for­sæt­is­ráðherra heims þegar hún tók við embætt­inu í fyrra, þá aðeins 34 ára göm­ul.

Frétt BBC um málið.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert