„Bítlarnir“ leiddir fyrir bandaríska dómstóla

El Shafee Elsheikh (t.v.) og Alexanda Kotey (t.h.) voru leiddir …
El Shafee Elsheikh (t.v.) og Alexanda Kotey (t.h.) voru leiddir fyrir dómstóla í dag. AFP

Tveir meðlim­ir hryðju­verka­sam­tak­anna Íslamska rík­is­ins fóru fyr­ir dóm­stóla í Virg­in­íu í Banda­ríkj­un­um í dag, sakaðir um að hafa tekið þátt í að myrða fjóra Banda­ríkja­menn sem haldið var í gísl­ingu.

Hinir ákærðu, að nafni El Shafee Els­heikh og Al­ex­anda Kotey, voru bresk­ir rík­is­borg­ar­ar, en voru síðan svipt­ir rík­is­borg­ara­rétti sín­um eft­ir að þeir fóru til Sýr­lands árið 2012 og gengu til liðs við Íslamska ríkið. Þeir voru, ásamt tveim­ur öðrum mönn­um, í hryðju­verka­sellu sem fékk viður­nefnið „Bítl­arn­ir“ vegna þess að þeir töluðu all­ir með bresk­um hreim.

Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bill Barr, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna. AFP

Fórn­ar­lömb þeirra í þessu máli eru tveir frétta­menn og tveir hjálp­ar­starfs­menn sem störfuðu í Sýr­landi. „Skila­boð okk­ar til annarra hryðju­verka­manna um all­an heim eru þessi – ef þið valdið Banda­ríkja­mönn­um skaða munuð þið þurfa að tak­ast á við banda­rísk vopn á víg­vell­in­um, eða banda­rísk lög fyr­ir dóm­stól­um okk­ar,“ sagði Bill Barr, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna í yf­ir­lýs­ingu.

Fjöl­skyld­ur og aðstand­end­ur fórn­ar­lambanna höfðu þrýst á banda­rísk stjórn­völd um að flytja þá ekki í fang­elsið á Guantánamo-flóa á Kúbu þar sem hryðju­verka­menn eru yf­ir­leitt geymd­ir, held­ur leiða þá fyr­ir dóm­stóla í Banda­ríkj­un­um frek­ar, að því er seg­ir í frétt AFP-frétta­veit­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert