Heilsufar forsetanna: Leyndarmál, lygar og tíst

Donald Trump Bandaríkjaforseti á leið sinni frá Walter Reed-sjúkrahúsinu þar …
Donald Trump Bandaríkjaforseti á leið sinni frá Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann var meðhöndlaður vegna kórónuveirunnar. AFP

Hversu heilsu­hraust­ur er Don­ald Trump í raun og veru? Mót­sagna­kennd­ar og óná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar sem hafa borist frá emb­ætt­is­mönn­um síðan Banda­ríkja­for­set­inn smitaðist af kór­ónu­veirunni sýna að heilsu­far vald­haf­ans í Hvíta hús­inu er vel geymt leynd­ar­mál.

Grein­end­ur segja einnig að Trump hafi not­fært sér sta­f­ræna miðla til að stjórna um­fjöll­un­inni um fyrsta stóra heil­brigðis­vanda­mál for­seta Banda­ríkj­anna síðan sam­fé­lags­miðlarn­ir komu fram á sjón­ar­sviðið.

Frá því að til­kynnt var síðasta föstu­dag að Trump hefði greinst með veiruna hef­ur einka­lækn­ir hans, Sean Conley, verið sakaður um að veita brota­kennd­ar og rugl­ings­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem eru á skjön við það sem Mark Mea­dows, starfs­manna­stjóri Hvíta húss­ins, lét hafa eft­ir sér.

Að sögn Matt­hews Al­geo, höf­und­ar þó nokk­urra bóka um end­ur­tekn­ar lyg­ar banda­rískra leiðtoga, eru for­set­ar ekki skyldug­ir til að vera hrein­skiln­ir um heilsu­far sitt. Þess vegna komi það ekki á óvart ef þeir eru það ekki.

„Hérna er gengið út frá heiðurs­manna­sam­komu­lag­inu þegar kem­ur að heilsu for­set­ans okk­ar,“ sagði hann.

Sean Conley, í miðjunni, á blaðamannafundi, ásamt fleirum úr læknateymi …
Sean Conley, í miðjunni, á blaðamanna­fundi, ásamt fleir­um úr læknateymi for­set­ans. AFP

Trump sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri til embætt­is for­seta og inn­an við mánuður er í kosn­ing­ar. Núna er ekki rétt tím­inn til að líta út fyr­ir að vera eitt­hvað annað en í pottþéttu standi, segja grein­end­ur.

„For­set­ar vilja ekki líta út fyr­ir að vera veik­ir, eng­inn stjórn­mála­maður vill líta veiklu­lega út. Þeir gera hvað sem er til að koma í veg fyr­ir það,“ sagði Al­geo.

Rose McDermott, sér­fræðing­ur frá Brown-há­skóla í heilsu­fari banda­rískra for­seta, seg­ir að sú staðreynd að lækn­ir for­set­ans sé hluti af banda­ríska hern­um, í til­felli Conley, liðsmaður sjó­hers­ins, feli í sér hags­muna­árekstra.

„Hann er bæði lækn­ir for­set­ans og for­set­inn er einnig æðsti yf­ir­maður hans í hern­um,“ sagði hún. „Það þýðir að ef for­set­an­um lík­ar ekki það sem hann seg­ir um hann, þá get­ur hann rekið hann [...] og hann get­ur til dæm­is tekið af hon­um líf­eyr­inn.“

John F. Kennedy (t.h.) á yngri árum.
John F. Kenn­e­dy (t.h.) á yngri árum. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Wil­son og JFK

Saga banda­rískra for­seta er upp­full af lyg­um um heilsu þeirra. Woodrow Wil­son fékk al­var­legt heila­blóðfall þegar hann var for­seti haustið 1919 sem lamaði hann að hluta til. Eng­inn minnt­ist á það op­in­ber­lega fyrr en í fe­brú­ar 2020.

Dwig­ht Eisen­hower gerði lítið úr al­var­leika hjarta­áfalls sem hann fékk árið 1955, auk þess sem John F. Kenn­e­dy talaði aldrei um Add­i­son-sjúk­dóm­inn lífs­hættu­lega sem hann var með.

Morðið á Kenn­e­dy árið 1963 leiddi til þess að fjór­um árum síðar var sett inn klausa í 25. viðauka banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar þar sem kom fram að vara­for­set­inn tek­ur við embætti for­seta ef for­set­inn deyr eða er ekki hæf­ur til að gegna embætt­inu.

Fyr­ir utan aug­ljós og al­var­leg meiðsli, eins og þegar Ronald Reag­an var skot­inn og særðist árið 1981 og völd hans tíma­bundið færð yfir til vara­for­set­ans þáver­andi, Geor­ge Bush, þá er ekki nógu skýrt hverj­ar kring­um­stæðurn­ar þurfa að vera til að banda­ríska þingið lýsi for­set­ann van­hæf­an til að inna af hendi skyld­ur sín­ar, að sögn Al­geo.

Ronald og Nancy Reagan þegar hún var heiðruð fyrir baráttu …
Ronald og Nancy Reag­an þegar hún var heiðruð fyr­ir bar­áttu sína gegn fíkni­efn­um árið 1988. AFP

Auk­inn áhugi fjöl­miðla og út­breitt notk­un sam­fé­lags­miðla hef­ur ekki aukið gegn­sæi, segja grein­end­ur, jafn­vel þótt for­set­arn­ir geta ekki leng­ur falið sig frá al­menn­ingi, líkt og Wil­son gerði í fjóra mánuði. Sér­stak­lega þar sem nú­ver­andi for­seti er raun­veru­leika­stjarna sem gerðist grimm­ur tíst­ari og veit hvernig á að vera miðpunkt­ur at­hygl­inn­ar, sam­kvæmt Emer­son Brook­ing hjá Atlantic Council.

Trump hef­ur haldið fjöl­miðlum á tán­um síðan á föstu­dag­inn og matað þá með mynd­skeiðum af sjálf­um sér þar hann seg­ist hafa sigr­ast á veirunni og þar sem hann ók á sunnu­dag­inn meðfram hópi stuðnings­manna sinna fyr­ir utan sjúkra­húsið þar sem hann var meðhöndlaður. Loka­hnykk­ur­inn var síðan end­ur­koma hans í Hvíta húsið á mánu­dag­inn, sem Brook­ing lík­ir við „stiklu úr kvik­mynd“.

„Trump átt­ar sig á hraða nú­tíma­fjöl­miðla,“ sagði hann. „Ef fjöl­miðlar eru að ræða um eða gagn­rýna það nýj­asta í kring­um Trump sjálf­an eru þeir ekki að spyrja hann annarra spurn­inga um stefn­una í tengsl­um við Covid-19 eða notk­un 25. viðauka stjórn­ar­skrár­inn­ar,“ bætti hann við.

Joe Biden og Donald Trump á samsettri mynd.
Joe Biden og Don­ald Trump á sam­settri mynd. AFP

Sjálf­stæður lækna­hóp­ur?

Vegna skorts á gegn­sæi í tengsl­um við veik­indi forst­ans hafa sum­ir sér­fræðing­ar beðið um að stofnaður verði hóp­ur sjálf­stæðra lækna sem myndi fylgj­ast með heilsu for­set­ans. Þetta ákall hef­ur fengið aukið vægi vegna ald­urs Trumps, sem er elsti for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna, 74 ára, og and­stæðing­ur hans úr Demó­krata­flokkn­um, Joe Biden, er 77 ára.

„Kannski þarftu ekki að segja al­menn­ingi frá hverju ein­asta smá­atriði en þú verður að vera með sjálf­stæðan hóp sem seg­ir: „Já, þessi mann­eskja er í góðu lík­am­legu ásig­komu­lagi, eða í eins góðu formi og hægt er að bú­ast við,“ sagði McDermott.

Hingað til hafa þess­ar ósk­ir ekki hlotið hljóm­grunn í Banda­ríkj­un­um, ekki frek­ar en í öðrum vest­ræn­um ríkj­um. McDermott bæt­ir við að heilsu­far leiðtoga sé ekki aðeins tabú í Banda­ríkj­un­um. Ein­ræðis­ríki eru aug­ljóst dæmi en íbú­ar í lýðræðis­ríkj­um þurfa einnig oft á tíðum að geta sér til um heilsu­far leiðtoga sinna.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands sem hef­ur verið hrósað fyr­ir það hvernig hún hef­ur tek­ist á við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, var myrk í máli um hvers vegna hend­ur henn­ar skulfu op­in­ber­lega á síðasta ári. „Ég hef ekki séð neinn sýna gott for­dæmi, til dæm­is einu sinni á ári, með því að birta upp­lýsin­ar um heilsu­far líkt og þegar marg­ir banda­rísk­ir leiðtog­ar birta skatt­skýrsl­ur sín­ar,“ sagði McDermott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert