Kappræður varaforsetaefnanna í beinni

00:00
00:00

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og Kamala Harris, vara­for­seta­efni Demó­krata­flokks­ins, munu eig­ast við í kapp­ræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Kapp­ræðurn­ar hefjast kl. 1 að ís­lensk­um tíma og verður þeim streymt hér á mbl.is.

Kapp­ræður vara­for­seta­efn­anna vekja að öllu jöfnu litla at­hygli, en sú staðreynd að bæði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Joe Biden, fram­bjóðandi demó­krata, eru á átt­ræðis­aldri hef­ur aukið áhuga fólks fyr­ir kapp­ræðunum í kvöld. Þá hafa veik­indi Trumps Banda­ríkja­for­seta ekki orðið til þess að slæva áhug­ann, en ljóst er að bæði Pence og Harris þurfa að sýna að þau ráði við að taka við kefl­inu, falli næsti for­seti frá á kjör­tíma­bil­inu.

Kapp­ræður Trumps og Biden, sem fóru fram á þriðju­dag­inn í síðustu viku, þóttu ekki vel heppnaðar. Talið er ólík­legt að Pence og Harris muni vera á svipuðum nót­um, en re­públíkan­ar og demó­krat­ar hafa deilt í aðdrag­anda kapp­ræðnanna um það hvernig ör­yggi fram­bjóðand­anna verði háttað.

Hafa demó­krat­ar kallað eft­ir því að ör­ygg­is­gler verði sett á milli þeirra Pence og Harris til þess að draga úr lík­um á mögu­legu kór­ónu­veiru­smiti, en Pence og aðstoðar­menn hans hafa sagt það óþarfi, þar sem hann hafi ekki greinst með veiruna líkt og nokkr­ir aðrir af helstu sam­starfs­mönn­um Trumps. 


 

Mike Pence og Kamala Harris.
Mike Pence og Kamala Harris. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert