Segja Rússa bera ábyrgð á eitruninni

Hylkið sem var notað til að flytja Navalní á sjúkrahúsið …
Hylkið sem var notað til að flytja Navalní á sjúkrahúsið í Berlín þar sem hann lá alvarlega veikur. AFP

Þjóðverjar og Frakkar sökuðu Rússa í dag um að hafa tekið þátt og borið ábyrgð á því að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní var byrlað eitur.

Bættu þeir við að þeir myndu krefjast þess að Evrópusambandið gripi til refsiaðgerða í garð Rússa.

„Engin marktæk skýring hefur verið veitt af hálfu Rússa til þessa. Því teljum við að það sé engin önnur möguleg skýring á eitruninni sem herra Navalní varð fyrir en aðild Rússa og ábyrgð,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra Þýskalands og Frakklands.

Navalní er sjálfur þess full­viss að Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hafi staðið á bak við eitrunina sem hann varð fyr­ir um borð í flug­vél á leið frá Síberíu til Moskvu 20. ág­úst. „Ég geri ráð fyr­ir því að Pútín standi að baki árás­inni. Ég hef enga aðra út­skýr­ingu,“ sagði Navalní í sam­tali við Der Spiegl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert