Segja Rússa bera ábyrgð á eitruninni

Hylkið sem var notað til að flytja Navalní á sjúkrahúsið …
Hylkið sem var notað til að flytja Navalní á sjúkrahúsið í Berlín þar sem hann lá alvarlega veikur. AFP

Þjóðverj­ar og Frakk­ar sökuðu Rússa í dag um að hafa tekið þátt og borið ábyrgð á því að rúss­neska stjórn­ar­and­stæðingn­um Al­ex­ei Navalní var byrlað eit­ur.

Bættu þeir við að þeir myndu krefjast þess að Evr­ópu­sam­bandið gripi til refsiaðgerða í garð Rússa.

„Eng­in mark­tæk skýr­ing hef­ur verið veitt af hálfu Rússa til þessa. Því telj­um við að það sé eng­in önn­ur mögu­leg skýr­ing á eitr­un­inni sem herra Navalní varð fyr­ir en aðild Rússa og ábyrgð,“ sagði í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands og Frakk­lands.

Navalní er sjálf­ur þess full­viss að Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hafi staðið á bak við eitr­un­ina sem hann varð fyr­ir um borð í flug­vél á leið frá Síberíu til Moskvu 20. ág­úst. „Ég geri ráð fyr­ir því að Pútín standi að baki árás­inni. Ég hef enga aðra út­skýr­ingu,“ sagði Navalní í sam­tali við Der Spiegl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert