Smithótanir nýr brotaflokkur í Ósló

Að sögn Erik Willmann, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Ósló, hefur það …
Að sögn Erik Willmann, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Ósló, hefur það verið áberandi að lögregluþjónum hafi verið hótað kórónuveirusmiti þegar afskipti eru höfð af fólki vegna annarra brota. Nýsmit á hverja 100.000 íbúa borgarinnar eru nú 685 sem er það langmesta í nokkru sveitarfélagi landsins. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lög­regl­an í Ósló fer ekki var­hluta af því að norska höfuðborg­in er langt yfir öll­um öðrum sveit­ar­fé­lög­um lands­ins þegar kem­ur að fjölda kór­ónu­veiru­til­fella, en þar eru nýsmit 685 á hverja 100.000 íbúa um þess­ar mund­ir.

Nálg­ast skráð mál hjá lög­reglu vegna kór­ónu­veiru­smits nú 200 og snú­ast 78 þeirra um rof á sótt­kví eða ein­angr­un en sekt­ir fyr­ir slík brot nema á bil­inu 5.000 til 22.000 norsk­um krón­um sem svar­ar til 75.000 – 330.000 ís­lenskra króna.

„Oft koma slík mál upp fyr­ir til­vilj­un í tengsl­um við önn­ur brot eða vitni greina frá þeim,“ seg­ir Erik Will­mann, upp­lýs­inga­full­trúi lög­regl­unn­ar í Ósló, í sam­tali við dag­blaðið Af­ten­posten og bæt­ir því við að lög­regla heim­sæki fólk þó ekki sér­stak­lega til að kanna hvort það haldi sína sótt­kví.

Hót­an­ir um smit al­geng­ar

Í 90 mál­um hafa kór­ónu­veiru­tengd brot komið upp í tengsl­um við önn­ur brot og hafa þar hót­an­ir um að smita lög­reglu­menn eða aðra verið nokkuð áber­andi. „Slík­ar hót­an­ir geta orðið til refsiþyng­ing­ar þar sem hót­un­in snýst um eitt­hvað sem hef­ur mikla hættu­eig­in­leika,“ seg­ir Will­mann og bend­ir á 156. grein norsku hegn­ing­ar­lag­anna sem fjall­ar um hót­an­ir í garð op­in­berra starfs­manna. Í mars hlaut maður 75 daga fang­els­is­dóm í Héraðsdómi Ósló­ar fyr­ir að hrækja á lög­reglu­mann og hóta hon­um smiti.

„Eins höf­um við sektað mann­eskju, sem var ógn­andi í hátt­um á lækna­vakt­inni í Ósló og hótaði að smita viðstadda af kór­ónu­veiru, sekt­in þar var 12.000 krón­ur [180.000 ISK],“ seg­ir Will­mann og bend­ir á að þar hefði refs­ing­in reynd­ar getað orðið allt að tveggja ára fang­elsi hefðu sak­ir tal­ist mikl­ar sam­kvæmt viðeig­andi laga­grein.

Enn sem komið er hef­ur lög­regl­an í Ósló þó ekki sektað neinn fyr­ir að nota ekki and­lits­grímu í al­menn­ings­sam­göngu­tækj­um en frá klukk­an 12 á há­degi þriðju­dag­inn 29. sept­em­ber er grímu­skylda í stræt­is­vögn­um, lest­um og spor­vögn­um borg­ar­inn­ar sé ekki unnt að halda ör­uggri eins metra fjar­lægð milli fólks. Sekt­in þar nem­ur 2.000 krón­um, eða 30.000 ís­lensk­um.

Af­ten­posten

Af­ten­postenII

NRK

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert