Stjórnvöldum í Kirgistan steypt af stóli

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðherra Kirg­ist­an hef­ur sagt af sér eft­ir að fjölda­mót­mæli brut­ust út í kjöl­far þing­kosn­inga í land­inu. Mót­mæl­end­ur frelsuðu stjórn­ar­and­stæðing­inn Sa­dyr Jap­arov og hef­ur hann verið gerður að for­sæt­is­ráðherra. Jap­arov hafði setið í fang­elsi síðan í júní en hann var dæmd­ur í ell­efu ára fang­elsi fyr­ir spill­ingu.

Mót­mæl­end­ur hafa tekið yfir hús­næði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og er for­seti lands­ins í fel­um.

Kosn­ing­ar ógild­ar

Þing­kosn­ing­ar fóru fram í Kirg­ist­an á sunnu­dag og hlutu þrír flokk­ar hliðholl­ir ríkj­andi stjórn­völd­um yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um. Eng­inn af helstu flokk­um stjórn­ar­and­stæðinga náði manni inn á þing.

Fjöl­menn mót­mæli hóf­ust í höfuðborg lands­ins, Bis­hek, strax á mánu­dag. Er for­seti lands­ins, Sooronbai Jeen­bekov, sakaður um að hafa keypt flokk­um hon­um hliðholl­um at­kvæði og reynt að hafa áhrif á fram­kvæmd kosn­ing­anna. Alþjóðleg­ir eft­ir­lits­menn hafa sagt ásak­an­irn­ar „trú­verðugar“ og gefa til­efni til að hafa „al­var­leg­ar áhyggj­ur“.

Lands­kjör­stjórn Kirg­ist­an hef­ur nú ógilt kosn­inga­úr­slit­in „í ljósi póli­tískr­ar stöðu í land­inu“.

Mótmælendur í höfuðborginni Bishkek á mánudag.
Mót­mæl­end­ur í höfuðborg­inni Bis­hkek á mánu­dag. AFP

For­set­inn valda­laus

Þótt for­sæt­is­ráðherr­ann sé far­inn frá völd­um, kalla mót­mæl­end­ur eft­ir því að for­set­inn, Jeen­bekov, geri það sömu­leiðis. Jeen­bekov, sem er hliðholl­ur rúss­nesk­um stjórn­völd­um, er sem fyrr seg­ir í fel­um en mót­mæl­end­ur hafa gert sig heima­komna í for­seta­höll­inni. Stjórn­mála­skýrend­ur segja að Jeen­bekov, sem var kos­inn árið 2017, hafi misst allt vald en ekki sé ljóst hver muni taka við af hon­um.

„Höfuðmark­mið mót­mæl­end­anna var ekki að fá kosn­ing­arn­ar ógild­ar held­ur að koma mér frá völd­um,“ seg­ir Jeen­bekov í símaviðtali við BBC frá felu­stað sín­um. Hann ýjar í sam­tal­inu að því að hann sé til í að láta af völd­um. „Til að leysa þetta vanda­mál er ég til­bú­inn að færa sterk­um leiðtoga ábyrgðina, sama í hvaða flokki hann er. Ég er meira að segja til í að hjálpa þeim,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert