Trump lofar frírri meðferð

AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna lof­ar því að all­ir Banda­ríkja­menn muni fá sömu meðferð og hann naut á dvöl sinni á sjúkra­húsi vegna Covid 19 veik­inda frítt. 

Þetta kem­ur fram í mynd­bandi á Twitter sem for­set­inn birti í kvöld. „Ég vil að þið fáið það sem ég fékk, og ég ætla að hafa það frítt. Þið munuð ekki þurfa að borga,“ seg­ir Trump í mynd­band­inu. 

Í því notaði hann hann einnig tæki­færið og kenndi Kín­verj­um um ástandið. „Þetta var ekki ykk­ur að kenna, þetta var Kína að kenna,“ seg­ir Trump. 

Þá seg­ir hann í mynd­band­inu að hon­um líði vel og að það hafi verið dul­bú­in bless­un frá guði að hann hafi veikst af veirunni. 

Meðferðin sem Trump hlaut mót­efnameðferð sem enn er á til­rauna­stigi. Hon­um var gef­in lyf­in á föstu­dag áður en hann var flutt­ur flug­leiðis á Walter Reed sjúkra­stofn­un­ina í Washingt­on­borg.


   

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert