Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lofar því að allir Bandaríkjamenn muni fá sömu meðferð og hann naut á dvöl sinni á sjúkrahúsi vegna Covid 19 veikinda frítt.
Þetta kemur fram í myndbandi á Twitter sem forsetinn birti í kvöld. „Ég vil að þið fáið það sem ég fékk, og ég ætla að hafa það frítt. Þið munuð ekki þurfa að borga,“ segir Trump í myndbandinu.
Í því notaði hann hann einnig tækifærið og kenndi Kínverjum um ástandið. „Þetta var ekki ykkur að kenna, þetta var Kína að kenna,“ segir Trump.
Þá segir hann í myndbandinu að honum líði vel og að það hafi verið dulbúin blessun frá guði að hann hafi veikst af veirunni.
Meðferðin sem Trump hlaut mótefnameðferð sem enn er á tilraunastigi. Honum var gefin lyfin á föstudag áður en hann var fluttur flugleiðis á Walter Reed sjúkrastofnunina í Washingtonborg.
A MESSAGE FROM THE PRESIDENT! pic.twitter.com/uhLIcknAjT
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020