Chauvin látinn laus gegn tryggingu

Chauvin handtók Floyd í maí.
Chauvin handtók Floyd í maí. AFP

Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem ákærður var fyrir að myrða George Floyd, hefur verið látinn laus gegn tryggingu upp á eina milljón bandaríkjadala.

Chauvin handtók Floyd í maí og hélt hné sínu að hálsi hans þar til hann lést. Morðið hratt af stað risavaxinni mótmælabylgju í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum, þar sem fólk kom saman á götum úti til að mótmæla lögregluofbeldi.

Haldi sig í Minneapolis

Lögreglan í Hennepin-sýslu í Minnesota tilkynnti þetta í gær, eftir að Chauvin hafði setið inni í fangelsi í rúma fjóra mánuði. Var hann einnig látinn laus gegn því skilyrði að hann haldi sig í Minneapolis þar til réttarhöldin hefjast.

Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Floyds, gagnrýnir þessa ákvörðun yfirvalda. Hún sé sársaukafull áminning um að enn sé langt í að réttlætinu verði fullnægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert