Fluga stal senunni

Varaforsetaefnin í bandarísku forsetakosningunum tókust á í beinni sjónvarpútsendingu í gærkvöldi. Helst var rætt um kórónuveirufaraldurinn og hvernig tekið hafi verið á honum af bandarískum stjórnvöldum. Svo virðist sem kappræðurnar hafi verið fremur tilþrifalitlar því fluga, sem sat á höfði Pence í tvær mínútur, virðist hafa stolið athygli þeirra sem fylgdust með ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum undir myllumerkjum tengdum flugum. 
#flygate
#TheFly2020#pencefly#fliesforpence#flies#DebateFly2020#debatefly#FLY2020#flyonpence#flyonpence#FliesKnowTheirShit 

Aðeins 26 dagar eru þangað til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum og ef marka má skoðanakannanir er Joe Biden, forsetaefni demókrata, með meira fylgi en sitjandi forseti, Donald Trump. 

Satt og logið í kappræðum

Demókratinn Kamala Harris sakaði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um að hafa brugðist þjóð sinni og að hann hafi verið uppvís af mestu mistökum sem nokkur Bandaríkjaforseti hafi gert.

Mice Pence varaforseti sakaði flokk Harris á móti um ritstuld hvað varðar áætlanir flokksins vegna faraldursins. 

Harris sagði að Trump og Pence hafi vitað um hættuna sem fylgdi kórónuveirunni, sem hefur nú þegar dregið 211 þúsund Bandaríkjamenn til dauða, í lok janúar en gert lítið úr hættunni og reynd að hylma yfir. 

Samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar frá kappræðunum styðja viðtöl Bob Woodward við Trump þetta, líkt og fram kemur í viðtali sem tekið var 19. mars en þar segir Trump: „Ég vildi alltaf gera lítið úr þessu“ og „ég vil helst gera lítið úr þessu þar sem ég vil ekki skapa ofsahræðslu.“

Pence, sem bar ábyrgð á viðbrögðum bandarískra stjórnvalda við COVID-19, sagði aftur á móti að frá fyrsta degi hafi Trump sett heilsu bandarísku þjóðarinnar í fyrsta sæti. Hann hafi bannað öllum að koma til landsins frá Kína. Pence sagði að Biden hafi gagnrýnt þetta og sagt um útlendingahatur væri að ræða. 

Þessi ummæli varaforsetans eru ekki alveg sannleikanum samkvæmt því Trump bannaði ekki fólki sem kom frá Kína að koma til Bandaríkjanna heldur voru alls konar undanþágur leyfðar. Samkvæmt greiningu New York Times komu tugþúsundir ferðamanna frá Kína til Bandaríkjanna næstu tvo mánuði eftir að reglur voru hertar. 

„Joe Biden ætlar að hækka skattana ykkar,“ sagði Pence í kappræðunum. Þetta er að hluta til satt en þar skiptir máli hverjar tekjurnar eru. Það er þeir sem eru með mestu tekjurnar þurfa að greiða hærri skatta en aðrir hópar ekki. Svar Harris í kappræðunum var því að Joe Biden ætlaði ekki að hækka skatta þeirra sem eru með minna en 400 þúsund bandaríkjadali í árstekjur. Það svarar til 55,4 milljónum króna í tekjur á ári.

Aftur á móti er ekki, samkvæmt frétt AFP, fyllilega hægt að staðreyna þetta þar sem það er í höndum þingsins að samþykkja lög um breytingar á sköttum. 

Harris gerði dómsmál Trumps, þar sem reynt er að afnema Affor­da­ble Care Act lögin (Obama Care heilbrigðistryggingakerfið byggir á þeim). Það gæti þýtt að fólk missti réttindi sín vegna undirliggjandi sjúkdóma. AFP segir þetta rétt hjá henni en dómsmálaráðuneytið hefur lagt til við hæstarétt að ACA beri að afnema og því fylgja afleiðingar fyrir þá sem nú njóta heilbrigðistrygginga. 

Eitt af fyrstu verk­um Trumps í embætti árið 2017 var að skrifa und­ir til­skip­un til að veikja stöðu heil­brigðis­trygg­inga­kerf­is­ins sem í dag­legu tali kall­ast Obama Care og var sett á lagg­irn­ar með laga­setn­ingu Affor­da­ble Care Act.

Pence svaraði þessu með því að hann og Trump væru með áætlun í gangi til að bæta heilbrigðiskerfið og vernda þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. AFP segir að engin slík áætlun hafi verið kynnt fyrir Bandaríkjaþingi. Aftur á móti hafi Trump skrifað undir forsetatilskipun 24. september um að þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma geti keypt heilbrigðistryggingu á viðráðanlegu verði. Lögspekingar segja að þetta komi hins vegar ekki í staðin fyrir vernd sem þeir nutu með ACA.

Pence sagði að Trump hafi gefið Bandaríkjaher lausan tauminn og hersveitir Bandaríkjanna hafi eytt kalífadæmi Ríkis íslams og drepið leiðtoga þess, al-Baghdadi, án þess að nokkur Bandaríkjamaður hafi fallið. AFP segir það hárrétt hjá Pence að leiðtogi Ríkis íslams, Abu Bakr al-Baghdadi, hafi dáið í árás Bandaríkjahers en annað sé ekki alveg rétt sem Pence hélt fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert