Áfrýjunardómstóll í París komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrirskipun um að tæknirisinn Google semdi við fjölmiðla í langvinnri deilu um greiðslur fyrir fréttir sem birtast í leitarvél Google yrði haldið til streitu.
Úrskurðað var í málinu á skömmu eftir að Google hafði tilkynnt að fyrirtækið væri að nálgast samkomulag við frönsku fjölmiðlafyrirtækin um greiðslur fyrir fréttir sem birtast í leitarvél Google
Málið snerist um það hvort franska samkeppniseftirlitið hefði farið fram úr sér þegar það skipaði Google að semja við fjölmiðla í deilu um höfundarrétt. Áfrýjunardómstóllinn taldi svo ekki vera.
Dómurinn er nýjasta vendingin í langvinnum deilum evrópskra fjölmiðlafyrirtækja sem hafa krafist greiðslna fyrir þær fréttir sem birtast í leitarvél Google. Bandaríski tæknirisinn hefur neitað því að framfylgja Evrópureglugerð sem segir til um að fyrirtækið skuli greiða fjölmiðlafyrirtækjum fyrir slíkar leitarniðurstöður.