Trump tekur ekki þátt í rafrænum kappræðum

Næstu kappræður forsetaframbjóðendanna eiga að fara fram eftir viku, fimmtudaginn …
Næstu kappræður forsetaframbjóðendanna eiga að fara fram eftir viku, fimmtudaginn 15. október. AFP

Skipu­leggj­end­ur kapp­ræðna for­setafram­bjóðand­anna í Banda­ríkj­un­um til­kynntu fyr­ir skemmstu að næstu kapp­ræður, sem fara eiga fram 15. októ­ber, verði ra­f­ræn­ar. Er þessi ákvörðun tek­in í ljósi þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti greind­ist með kór­ónu­veiruna í síðustu viku. Ákvörðunin væri tek­in til að „vernda heilsu og ör­yggi allra þátt­tak­enda“.

Trump sagði í viðtali við sjón­varps­stöðina Fox News skömmu síðar að hann myndi ekki taka þátt í kapp­ræðunum ef þær yrðu ra­f­ræn­ar. „Ég ætla ekki að taka þátt í ra­f­ræn­um kapp­ræðum. Það er ekki ásætt­an­legt fyr­ir okk­ur,“ sagði for­set­inn. Sakaði hann nefnd­ina, Comm­issi­on of Presi­dential Deba­tes, um að reyna að „vernda“ mót­fram­bjóðanda hans, demó­krat­ann Joe Biden.

Um­rædd nefnd er skipuð full­trú­um beggja stóru flokk­anna í banda­rísk­um stjórn­mál­um, en hún hef­ur séð um all­ar kapp­ræður for­setafram­bjóðanda í Banda­ríkj­un­um frá því henni var komið á lagg­irn­ar árið 1987.

Til stóð að for­setafram­bjóðend­urn­ir myndu mæt­ast þris­var, en þeir hafa þegar mæst einu sinni. Eru stjórn­mála­skýrend­ur á einu máli um að þær kapp­ræður hafi gengið herfi­lega fyr­ir sig. Frammíköll, óp og ösk­ur ein­kenndu fund­inn og Chris Wallace, fréttamaður Fox News sem stýrði kapp­ræðunum, átti fullt í fangi með að hemja fram­bjóðend­urna.

Í kjöl­farið boðaði nefnd­in, sem sér um kapp­ræðurn­ar, að breyt­ing­ar yrðu gerðar á fyr­ir­komu­lag­inu til að tryggja að þær gætu farið fram með eðli­legri hætti. Var meðal ann­ars horft til þess að þátt­ar­stjórn­and­inn hefði mögu­leika á að slökkva á hljóðnema fram­bjóðanda þegar tím­inn hans er út­runn­inn. Trump hef­ur hins veg­ar gefið það út að að hann muni ekki sætta sig við að leik­regl­um kapp­ræðna yrði breytt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert