Viðhorf Vesturlandabúa til Kína versna verulega

Hvar er amma mín, segir á skilti ungs mótmælanda í …
Hvar er amma mín, segir á skilti ungs mótmælanda í Berlín í síðasta mánuði, þar sem mótmælt var aðgerðum kínverskra stjórnvalda gegn úígúrum í landinu. AFP

Viðhorf al­menn­ings á Vest­ur­lönd­um til alræðis­rík­is­ins Kína hef­ur versnað mikið frá því far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar tók að breiðast út um heims­byggðina. Þetta sýn­ir könn­un Pew-rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar sem gerð var í fjór­tán mis­mun­andi lönd­um.

73% Banda­ríkja­manna sjá Kína í slæmu ljósi og hef­ur fjöldi þeirra auk­ist um nærri tutt­ugu pró­sentu­stig.

Mest jókst nei­kvæðnin gagn­vart Kína á meðal Ástr­ala, en Ástr­al­ía hef­ur einnig þurft að þola nei­kvæðar efna­hagsaðgerðir kín­verskra stjórn­valda í viðskipta­deilu Banda­ríkj­anna og Kína, þar sem Ástr­al­ía styður að mestu við Banda­rík­in.

Met­fjöldi óánægðra

81% Ástr­ala sjá nú Kína í slæmu ljósi og hef­ur fjöldi þeirra auk­ist um 24% á milli ára.

Um met er að ræða, miðað við kann­an­ir sem miðstöðin hef­ur áður gert. Einnig hef­ur aldrei mælst jafn mik­il óánægja með Kína í Bretlandi, Hollandi, Kan­ada, Spáni, Suður-Kór­eu, Svíþjóð og Þýskalandi.

Ef litið er yfir þessi fjór­tán lönd líta 61% svo á að Kína hafi höndlað út­breiðslu far­ald­urs­ins illa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert