1.500 lögreglumenn báru út 50 manns

Lögregla ber út íbúa Liebig 34.
Lögregla ber út íbúa Liebig 34. AFP

Lög­regl­an í Berlín, höfuðborg Þýska­lands, gerði rass­íu í einu af síðustu hústöku­sam­fé­lög­um borg­ar­inn­ar og bar um 50 ein­stak­linga þaðan út. Eig­andi húss­ins Liebig 34, sem fólkið hélt til í, ákvað fyr­ir tveim­ur árum að fram­lengja ekki leigu­samn­ing við íbú­ana og stefndi þeim svo þegar þeir neituðu að yf­ir­gefa fast­eign­ina.

Rúm­lega 1.500 lög­reglu­menn mættu fyr­ir utan Liebig 34 í morg­un og byrjuðu að fram­fylgja út­b­urðargerðinni. Þrátt fyr­ir að nokk­ur hundruð manns héldu mót­mæli gegn út­b­urðinum fyr­ir utan húsið fór hann friðsam­lega fram að mestu leyti.

Lög­fræðing­ur sem starfar fyr­ir hústöku­fólkið sagði það vera „brot á mann­rétt­ind­um að henda fólki á göt­una í miðjum veirufar­aldri, þegar það get­ur ekki greitt leigu“.

Liebig 34.
Liebig 34. AFP

Liebig 34 er í aust­ur­hluta Berlín­ar og hef­ur hýst jaðarsam­fé­lag, sem lýs­ir sér sem „an­arkís­kt, hinseg­in og fem­in­ískt“, síðan 1999.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert