Búa sig undir fárviðrið

00:00
00:00

Banda­ríska þjóðvarðliðið hef­ur verið kallað út í Louisi­ana og fólk beðið um að yf­ir­gefa heim­ili sín við strand­lengj­una í dag vegna felli­bylj­ar­ins Deltu sem er á hraðferð í átt að rík­inu.

Vara yf­ir­völd við því að storm­ur­inn eigi eft­ir að sækja í sig veðrið og hætta sé á flóðum í rík­inu. Delta hef­ur farið á ógn­ar­hraða yfir vest­ur­hluta Mexí­kóflóa. Þar rifnuðu tré upp með rót­um og raf­magn fór víða af. Bú­ist er við að storm­ur­inn nái að landi í Banda­ríkj­un­um síðar í dag en aðeins er vika síðan annað fár­viðri fór þar yfir. 

„Ég veit ekki hvort við eig­um heim­ili þegar við snú­um aft­ur heim,“ seg­ir Kimber­ly Hester, sem býr í Lake Char­les í Louisi­ana en storm­ur­inn stefn­ir beint þangað. „Ég bið til Guðs á hverju kvöldi um að við eig­um að minnsta kosti hús til að koma heim í.“

Vind­hraði Deltu er nú 54 metr­ar á sek­úndu og ger­ir Felli­byljamiðstöð Banda­ríkj­anna ráð fyr­ir að hún komi að landi síðdeg­is. Delta er nú þriðja stigs felli­byl­ur sem þýðir að hún get­ur valdið gríðarlegri eyðilegg­ingu. Varað er við mik­illi hækk­un sjáv­ar­máls norðan­meg­in í Mexí­kóflóa sam­fara óveðrinu.

Felli­byl­ur­inn Lára reið yfir Lousi­ana í lok ág­úst en hún var 4. stigs felli­byl­ur er hún fór yfir ríðið og olli mik­illi eyðilegg­ingu. Í bæn­um Lake Char­les er enn allt á hvolfi eft­ir að Lára fór þar yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert