Kappræðum sem áttu að fara fram á milli Donalds Trumps og demókratans Joe Bidens 15. október hefur verið aflýst eftir að forsetinn sagðist ekki ætla að taka þátt í rafrænum kappræðum.
„Hvor frambjóðandi um sig hefur tilkynnt um aðrar áætlanir á þessum degi,“ sagði í yfirlýsingu nefndar sem sér um kappræðurnar. „Það er núna orðið ljóst að það verða engar kappræður 15. október.“
Síðustu kappræðurnar á milli Trumps og Bidens fara fram í Nashville í Tennessee, 22. október.
Kappræðurnar áttu að vera rafrænar vegna kórónuveirusmits Trumps.