Kappræðunum í næstu viku aflýst

Trump og Biden á samsettri mynd.
Trump og Biden á samsettri mynd. AFP

Kapp­ræðum sem áttu að fara fram á milli Don­alds Trumps og demó­krat­ans Joe Bidens 15. októ­ber hef­ur verið af­lýst eft­ir að for­set­inn sagðist ekki ætla að taka þátt í ra­f­ræn­um kapp­ræðum.

„Hvor fram­bjóðandi um sig hef­ur til­kynnt um aðrar áætlan­ir á þess­um degi,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar sem sér um kapp­ræðurn­ar. „Það er núna orðið ljóst að það verða eng­ar kapp­ræður 15. októ­ber.“

Síðustu kapp­ræðurn­ar á milli Trumps og Bidens fara fram í Nashville í Tenn­essee, 22. októ­ber.

Kapp­ræðurn­ar áttu að vera ra­f­ræn­ar vegna kór­ónu­veiru­smits Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert