Komast ekki aftur til síns heima

AFP

Yfir 2,7 millj­ón­ir fólks á far­alds­fæti sem hef­ur óskað eft­ir því að snúa aft­ur heim kemst hvorki lönd né strönd vegna hertra sótt­varnaaðgerða víða um heim vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá Sam­einuðu þjóðunum.

Flótta­manna­skrif­stofa Sam­einuðu þjóðanna (IOM – The In­ternati­onal Org­an­izati­on for Migrati­on) seg­ir í skýrsl­unni að nauðsyn­legt sé að ríki vinni sam­an í að heim­ila fólki að snúa aft­ur heim á ör­ugg­an hátt þrátt fyr­ir hert­ar sótt­varn­araðgerðir. Lok­un landa­mæra og ferðabann hef­ur haft slæm­ar af­leiðing­ar í för með sér hjá þess­um hóp. 

Um er að ræða fólk sem starfar tíma­bundið á hverj­um stað, fólk sem er við nám er­lend­is, fólk sem hef­ur þurft að leita til annarra landa eft­ir lækn­isaðstoð og sjófar­end­ur. 

Fram­kvæmda­stjóri IOM, Ant­onio Vitor­ino, hvet­ur ríki til þess að gera meira fyr­ir þær 2,75 millj­ón­ir sem eru föst í þess­um aðstæðum. Hægt sé að heim­ila fólki að snúa aft­ur heim án þess að það hafi al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér hvað varðar sótt­varn­ir viðkom­andi ríkja. 

Um er að ræða fólk sem starfar tíma­bundið á hverj­um stað, fólk sem er við nám er­lend­is, fólk sem hef­ur þurft að leita til annarra landa eft­ir lækn­isaðstoð og sjófar­end­ur. 

Flest­ir þeirra eru fast­ir í ríkj­um Mið-Aust­ur­landa og Norður-Afr­íku. Alls eru 203 þúsund ein­stak­ling­ar í þess­um spor­um á evr­ópska efna­hags­svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert