Yfir 2,7 milljónir fólks á faraldsfæti sem hefur óskað eftir því að snúa aftur heim kemst hvorki lönd né strönd vegna hertra sóttvarnaaðgerða víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.
Flóttamannaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (IOM – The International Organization for Migration) segir í skýrslunni að nauðsynlegt sé að ríki vinni saman í að heimila fólki að snúa aftur heim á öruggan hátt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir. Lokun landamæra og ferðabann hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér hjá þessum hóp.
Um er að ræða fólk sem starfar tímabundið á hverjum stað, fólk sem er við nám erlendis, fólk sem hefur þurft að leita til annarra landa eftir læknisaðstoð og sjófarendur.
Framkvæmdastjóri IOM, Antonio Vitorino, hvetur ríki til þess að gera meira fyrir þær 2,75 milljónir sem eru föst í þessum aðstæðum. Hægt sé að heimila fólki að snúa aftur heim án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar sóttvarnir viðkomandi ríkja.
Um er að ræða fólk sem starfar tímabundið á hverjum stað, fólk sem er við nám erlendis, fólk sem hefur þurft að leita til annarra landa eftir læknisaðstoð og sjófarendur.
Flestir þeirra eru fastir í ríkjum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Alls eru 203 þúsund einstaklingar í þessum sporum á evrópska efnahagssvæðinu.