Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels

00:00
00:00

Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (World Food Program) hlýt­ur friðar­verðlaun Nó­bels þetta árið. Norska nó­bels­nefnd­in til­kynnti um þetta nú fyr­ir stundu.

Verðlaun­in eru veitt fyr­ir bar­áttu stof­un­ar­inn­ar gegn hungri í heim­in­um, fyr­ir fram­lag henn­ar til bættra aðstæðna til friðar á stríðshrjáðum svæðum og fyr­ir aðgerðir sem koma í veg fyr­ir að hung­ur sé notað sem vopn í átök­um, að því er seg­ir í rök­stuðningi Nó­bels­nefnd­ar­inn­ar.

Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna eru stærstu mannúðarsam­tök heims sem tak­ast á við hung­ur og mat­væla­ör­yggi. Árið 2019 aðstoðaði stofn­un­in nærri 100 millj­ón­ir manna í 88 lönd­um sem voru fórn­ar­lömb bráðs mat­væla­óör­ygg­is og hung­urs.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) dreifir meðal annars matvælum í Jemen.
Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP) dreif­ir meðal ann­ars mat­væl­um í Jemen. AFP

Árið 2015 var út­rým­ing hung­urs inn­leitt sem eitt af heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna og seg­ir í rök­stuðningi Nó­bels­nefnd­ar­inn­ar að Mat­væla­áætl­un­in sé helsta tól Sam­einuðu þjóðanna til að ná fram því mark­miði.

„Norska Nó­bels­nefnd­in vill leggja áherslu á að aðstoð sem eyk­ur fæðuör­yggi dreg­ur ekki aðeins úr hungri held­ur get­ur einnig hjálpað til við að bæta horf­ur á stöðug­leika og friði. Mat­væla­áætl­un­in hef­ur tekið for­ystu­hlut­verk í samþætt­ingu mannúðar­starfs og friðarum­leit­ana með frum­kvöðlaverk­efn­um í Suður-Am­er­íku, Afr­íku og Asíu,“ sag­ir í til­kynn­ingu frá Nó­bels­nefnd­inni.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert