Merkel hótar strangari aðgerðum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, til­kynnti í dag að mest smituðu svæði lands­ins fengju 10 daga frest til að tak­ast á við vax­andi ný­gengi smita, ell­egar yrði gripið til strang­ari aðgerða.

„Við skynj­um það öll að stór­borg­irn­ar og þétt­býlið eru nú sá vett­vang­ur þar sem við þurf­um að sjá hvort okk­ur tak­ist að halda veirufar­aldr­in­um í skefj­um, eins og við höf­um gert í Þýskalandi í marga mánuði, eða hvort við miss­um stjórn­ina,“ sagði Merkel. „Næstu dag­ar og vik­ur munu ráða því hvernig Þýska­land kemst í gegn­um far­ald­ur­inn í vet­ur.“

Höfuðborg­in Berlín og Frankfurt eru meðal svæða sem hafa verið sett á lista yfir háá­hættu­svæði í Þýskalandi eft­ir að ný­gengi smita varð meira en 50 á hverja 100.000 íbúa í vik­unni, sam­kvæmt AFP-frétta­veit­unni. Meðal hertra aðgerða sem lagðar eru til eru víðtæk­ari grímu­skylda, jafn­vel ut­an­dyra í marg­menni, og stytt­ur af­greiðslu­tími veit­inga­húsa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert