Metfjöldi tilfella í heiminum

Ekkert lát er á fjölgun nýrra kórónuveirutilfella. Dauðsföllum hefur hins …
Ekkert lát er á fjölgun nýrra kórónuveirutilfella. Dauðsföllum hefur hins vegar ekki fjölgað að sama marki, AFP

Met­fjöldi kór­ónu­veiru­til­fella greind­ist á heimsvísu í fyrra­dag, eða um 349 þúsund til­felli. Flest til­felli liðinn sól­ar­hring greind­ust í Indlandi (70.800) og Banda­ríkj­un­um (56.700) en yfir 100 þúsund til­felli greind­ust í Evr­ópu, þar af 18.100 í Frakklandi og 17.500 í Bretlandi.

Þetta kem­ur fram á síðunni Worldometers.

Alls hafa nú tæp­lega 36,8 millj­ón­ir til­fella verið greind um heim all­an og eru skráð dauðsföll 1,07 millj­ón­ir. Liðinn sól­ar­hring voru 6.424 dauðsföll skráðaf völd­um veirunn­ar, flestí Indlandi (967), Banda­ríkj­un­um (957) og Bras­il­íu (730).

Nýj­um til­fell­um hef­ur fjölgað nær stöðugt frá því veir­an var skil­greind sem heims­far­ald­ur í mars en skráð dauðsföll hafa ekki gert slíkt hið sama. Þau náðu há­marki 17. apríl þegar 8.515 dauðsföll voru skráð á ein­um degi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert