Reglur hertar á meðan smitum fjölgar

AFP

Rík­is­stjórn Spán­ar hef­ur lýst yfir neyðarástandi í Madríd og ná­grenni svo hægt sé að setja svæðið að hluta í út­göngu­bann. Þar hef­ur kór­ónu­veiru­smit­um fjölgað hratt að und­an­förnu.

Þetta er gert í kjöl­far þess að dóm­stóll dæmdi í gær fyrri aðgerðir stjórn­valda ólög­leg­ar og brjóta gegn mann­rétt­ind­um fólks.

AFP

Kór­ónu­veiru­smit­um hef­ur fjölgað hratt í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu und­an­farna daga, þar á meðal Bretlandi, Frakklandi og Spáni. Sama á við um Þýska­land og seg­ir Ang­ela Merkel kansl­ari að ef þró­un­in verður áfram sú sama verði að herða sótt­varn­a­regl­ur. 

Aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Norður-Írlands, Michelle O'­Neill, er kom­in í sótt­kví eft­ir að fjöl­skyldumeðlim­ur henn­ar greind­ist með Covid-19. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sinn Féin. O'­Neill og for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar­inn­ar, Arlene Foster, kynntu í gær nýj­ar aðgerðir til að hefta út­breiðslu veirunn­ar á Norður-Írlandi. Alls eru 906 látn­ir af völd­um Covid-19 á Norður-Írlandi.

AFP

Sveit­ar­stjórn­ir í norðaust­ur­hluta Eng­lands segj­ast ekki munu samþykkja breyt­ing­ar á sótt­varn­a­regl­um á svæðinu, þar á meðal að bör­um og veit­inga­stöðum verði lokað. Rík­is­stjórn Bret­lands und­ir­býr nú birt­ingu nýrra reglna sem gilda um ákveðin svæði. 

Á mánu­dag var greint frá því á vef ITV að rík­is­stjórn Írlands hefði hafnað til­lög­um sótt­varna­lækn­is þar í landi. Lagt var til að allt landið yrði sett á hæsta viðbúnaðarstig. Þess í stað ætli rík­is­stjórn­in að færa viðbúnað yfir á þriðja stig en alls eru stig­in fimm. 

Yf­ir­völd í Skotlandi og Wales hafa til­kynnt að öll­um bör­um og veit­inga­stöðum verði gert að loka tíma­bundið vegna veirunn­ar. 

Í Skotlandi hafa sex sjúk­ling­ar lát­ist úr Covid-19 síðasta sól­ar­hring­inn og að sögn Nicolu Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra Skot­lands, voru 1.246 ný smit staðfest þar síðasta sól­ar­hring­inn og hafa aldrei verið svo mörg á ein­um sól­ar­hring.

Stjórn­völd í Póllandi greindu frá því í dag að 4.739 hefðu greinst með kór­ónu­veiruna þar í landi síðasta sól­ar­hring­inn og 52 lát­ist. Alls hafa 116.338 smit­ast þar í landi og 2.929 lát­ist.

Aldrei fyrr hafa jafn marg­ir greinst með Covid-19 í Rússlandi á ein­um degi og nú eða 12.126. Fyrra metið er frá 11. maí er smit­in voru 11.656 tals­ins. Alls hafa 1.272.238 smit verið staðfest í Rússlandi frá upp­hafi og af þeim eru 22.257 látn­ir.

BBC

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert