Vonast eftir bóluefni í janúar

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Monced Slaoui, yfirmaður bóluefnateymisins, sitja fyrir …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Monced Slaoui, yfirmaður bóluefnateymisins, sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í síðasta mánuði. AFP

Monced Sla­oui, ónæm­is­sér­fræðing­ur­inn sem fer fyr­ir bólu­efnateymi rík­is­stjórn­ar Banda­ríkj­anna (Operati­on Warp Speed), seg­ist gera ráð fyr­ir að lyfja­fyr­ir­tæki muni óska eft­ir því að eft­ir­lits­stofn­an­ir taki bólu­efni þeirra til neyðar­yf­ir­ferðar í lok nóv­em­ber. Það gæti þýtt að bólu­setn­ing­ar hæf­ust snemma næsta árs.

Í sam­tali við Mar­ket Watch seg­ir Sla­oui að hann geri ráð fyr­ir að bólu­efnið verði 80-90% ár­ang­urs­ríkt, sem er mun hærra en lág­marks­viðmið banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins (FDA) segja til um. Býst hann við því að um 300 millj­ón skammt­ar verði fá­an­leg­ir í janú­ar. Óviss­an er þó tölu­verð.

„Við mun­um vita hvort bólu­efnið virk­ar ein­hvern tím­ann í lok októ­ber eða nóv­em­ber, eða des­em­ber. En ég geri ráð fyr­ir að hægt verði að óska eft­ir samþykki [frá FDA] þrem­ur til fjór­um vik­um eft­ir að við vit­um hvort bólu­efnið er áhrifa­ríkt,“ seg­ir hann.

Banda­rísk yf­ir­völd eiga í sam­starfi við átta einkaaðila um þróun bólu­efn­is: John­son & John­son, Astra-Zeneca-há­skól­ann í Oxford, Pfizer-Bi­oNTech, Moderna, Merck, Vax­art, In­ovio og Nova­vax. Geng­ur verk­efnið und­ir nafn­inu Operati­on Warp Speed.

Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar tryggt sér hundruð millj­óna bólu­efn­is­skammta, tak­ist að fram­leiða ör­uggt og skil­virkt efni. Þannig hef­ur verið samið um kaup á 100 millj­ón­um skammta frá Nova­vax fyr­ir 1,6 millj­arða dala og öðrum 100 millj­ónum skammta frá Pfizer og Bi­oNtech fyr­ir tvo millj­arða dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert