Átján látnir eftir að lest og rúta skullu saman

Átján létu lífið og fjörutíu slösuðust þegar lest og rúta …
Átján létu lífið og fjörutíu slösuðust þegar lest og rúta skullu saman. AFP

Hið minnsta átján eru látnir og fjörutíu slasaðir eftir að flutningalest og rúta skullu saman í nágrenni Bangkok, höfuðborgar Taílands, í dag.

Á myndbandi úr öryggismyndavélum, sem opinber stofnun hefur birt á netinu, má sjá rútuna mjaka sér yfir lestarteinana rétt áður en flutningalestin ekur fram hjá með þeim afleiðingum að hún skellur á fullri ferð inn í hlið strætisvagnsins.

Um fjörutíu manns voru fluttir á spítala, en nokkrum klukkustundum síðar höfðu yfir 30 verið útskrifaðir.

Taíland er í öðru sæti í heimi yfir þau ríki þar sem dauðsföll í umferðinni eru algengust miðað við íbúafjölda, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Ofsaakstur, akstur undir áhrifum áfengis og ófullburða löggæsla eru nefnd sem áhrifaþættir. Algengust eru slys mótorhjólamanna.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert