Amy Coney Barrett, sem tilnefnd hefur verið til embættis hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, mætti í dag á fund réttarfarsnefndar öldungadeildar þingsins, en þar mun næstu daga fara fram yfirheyrsla (e. hearing) þar sem nefndarmenn munu spyrja hana um ýmis mál, líkt og venja er áður en hæstaréttardómarar eru samþykktir við dómstólinn.
Hin 48 ára Barrett tekur við dómarastöðu Ruth Ginsburg, sem féll frá í síðasta mánuði, verði tilnefning hennar samþykkt af öldungadeildinni.
Þykir Barrett íhaldssöm og er líklegt að tilnefningin verði umdeild, auk þess sem hún hlaut nauman minnihluta hjá öldungadeild Bandaríkjanna þegar hún var kjörin í umdæmisdómstól í Chicago, með 55 atkvæðum gegn 43.
Í dag er gert ráð fyrir framsögu nefndarmanna, en alls eru 22 í nefndinni. Þá mun Barrett flytja eigin framsögu. Á morgun og miðvikudaginn er gert ráð fyrir spurningum nefndarmanna og svörum Barrett.
Nokkrir nefndarmenn flytja erindi sitt í fjarfundabúnaði, en Barrett er sjálf á fundinum og ber hún grímu sem sóttvarnarráðstöfun.
Hægt er að fylgjast með fundi nefndarinnar hér að neðan.
LIVE: Senate confirmation hearing begins for Supreme Court nominee Amy Coney BarrettSenate confirmation hearing begins for President Trump's Supreme Court nominee Amy Coney Barrett.
Posted by Reuters on Monday, October 12, 2020